Lífið

Raftónar undir jökli

Pan Thorarensen og Andri Már Arnlaugsson eru mennirnir á bak við Extreme Chill ásamt Óskari Thorarensen.
Pan Thorarensen og Andri Már Arnlaugsson eru mennirnir á bak við Extreme Chill ásamt Óskari Thorarensen. Mynd/anton
Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival 2011, Undir jökli verður haldin í annað sinn dagana, 5-7. ágúst, á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Um þrjátíu íslenskir flytjendur koma fram á hátíðinni í ár, þar á meðal Beatmakin Troopa, Epic Rain, Krummi, Prins Valium, Stereo Hypnosis og Steve Sampling. Einnig stíga á svið tveir erlendir tónlistarmenn, þeir Biosphere og Solar Fields. Í ár verður hátíðin tileinkuð raftónlistarfrumkvöðlinum Bjössa Biogen, sem lést í byrjun þessa árs.

Extreme Chill-raftónlistarkvöld hafa verið haldin reglulega síðan 2007 í Reykjavík við góðar undirtektir. Extreme Chill er hugarfóstur þeirra feðga Pan Thorarensen og Óskars Thorarensen (Stereo Hypnosis) og Andra Más Arnlaugssonar. Miðaverð á hátíðina er 5.500 kr. og fer sala fram á Midi.is og í verslunum Brim á Laugavegi og í Kringlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.