Lífið

Ævintýri í sundbíói

Kvikmyndin The NeverEnding Story verður sýnd í sundbíóinu.
Kvikmyndin The NeverEnding Story verður sýnd í sundbíóinu.
Sundbíó Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, hefur verið flutt úr Sundhöll Reykjavíkur í innisundlaug Laugardalslaugar. Í þetta sinn verður sýnd ævintýramyndin The NeverEnding Story frá árinu 1984. Íslenskir tónlistarmenn ætla einnig að mæta á svæðið og flytja sína útfærslu af titillagi myndarinnar sem Limahl gerði ódauðlegt á sínum tíma.

Meðal mynda sem hafa áður verið sýndar í Sundbíóinu eru Jaws og Some Like It Hot. Forsala miða á er hafin á heimasíðunni Riff.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.