Féll þrjá metra í miðri sýningu 23. júlí 2011 10:00 Jóhannes Haukur Jóhannesson féll úr kaðli á sýningu á Hárinu í Hörpunni á fimmtudagskvöldið. Mynd/Arnþór „Ég var skíthræddur um að ég hefði slasað mig alveg hrikalega,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. Jóhann hræddi sjálfan sig og 500 leikhúsgesti á sýningu Hársins á fimmtudagskvöldið þegar hann féll úr kaðli í upphafi sýningarinnar. „Ég byrja á að standa á efri palli og syngja. Því næst sveifla ég mér með kaðli niður á sviðið. Í þetta sinn hef ég farið of geyst í sveifluna. Ég fór upp í ljósraufarnar hinum megin þannig að það kom lykkja á kaðalinn og ég missti takið,“ segir Jóhannes en fallið var þrír metrar. „Ég datt af sviðinu og niður á gólf og stöðvaðist við áhorfendabekkinn. Þar lá ég bara grafkyrr og viss um að ég hefði slasast alvarlega. Ég var í algeru sjokki,“ segir Jóhannes en áhorfendur tóku andköf og mátti heyra saumnál detta á meðan Jóhannes lá á gólfinu. „Matti Matt varð vitni að þessu öllu saman af sviðinu og var fyrstur til að hlaupa að mér og athuga hvort allt væri í lagi með mig,“ segir Jóhannes, sem kom sjálfum sér á óvart þegar hann stóð upp heill á húfi undir lófaklappi áhorfenda og kláraði sýninguna þar sem frá var horfið. „Svona eftir á að hyggja varð mér til happs hvað ég er kominn í gott form eftir tökurnar á myndinni Svartur á leik. Fyrir myndina var ég líka í brjáluðum æfingabúðum hjá Mjölni og lærði hjá þeim að detta án þess að verða fyrir meiðslum,“ segir Jóhannes og gantast með það að hann geti farið að snúa sér að áhættuleik í framtíðinni. Jóhannes sveiflaði sér í kaðlinum á sýningu strax daginn eftir fór svo sannarlega varlega.- áp Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
„Ég var skíthræddur um að ég hefði slasað mig alveg hrikalega,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. Jóhann hræddi sjálfan sig og 500 leikhúsgesti á sýningu Hársins á fimmtudagskvöldið þegar hann féll úr kaðli í upphafi sýningarinnar. „Ég byrja á að standa á efri palli og syngja. Því næst sveifla ég mér með kaðli niður á sviðið. Í þetta sinn hef ég farið of geyst í sveifluna. Ég fór upp í ljósraufarnar hinum megin þannig að það kom lykkja á kaðalinn og ég missti takið,“ segir Jóhannes en fallið var þrír metrar. „Ég datt af sviðinu og niður á gólf og stöðvaðist við áhorfendabekkinn. Þar lá ég bara grafkyrr og viss um að ég hefði slasast alvarlega. Ég var í algeru sjokki,“ segir Jóhannes en áhorfendur tóku andköf og mátti heyra saumnál detta á meðan Jóhannes lá á gólfinu. „Matti Matt varð vitni að þessu öllu saman af sviðinu og var fyrstur til að hlaupa að mér og athuga hvort allt væri í lagi með mig,“ segir Jóhannes, sem kom sjálfum sér á óvart þegar hann stóð upp heill á húfi undir lófaklappi áhorfenda og kláraði sýninguna þar sem frá var horfið. „Svona eftir á að hyggja varð mér til happs hvað ég er kominn í gott form eftir tökurnar á myndinni Svartur á leik. Fyrir myndina var ég líka í brjáluðum æfingabúðum hjá Mjölni og lærði hjá þeim að detta án þess að verða fyrir meiðslum,“ segir Jóhannes og gantast með það að hann geti farið að snúa sér að áhættuleik í framtíðinni. Jóhannes sveiflaði sér í kaðlinum á sýningu strax daginn eftir fór svo sannarlega varlega.- áp
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira