Lífið

Gerir allt í hófi

Hófsöm Sofia Vergara segist lifa mjög hófsömu lífi og hlýðir húðlækni sínum í einu og öllu.nordicphotos/getty
Hófsöm Sofia Vergara segist lifa mjög hófsömu lífi og hlýðir húðlækni sínum í einu og öllu.nordicphotos/getty
Sofia Vergara, sem hefur slegið í gegn í gamanþáttunum Modern Family, hefur vermt ýmsa lista yfir fegurstu konur heims. Leikkonan kvartar þó ekki undan því að vera nefnd kyntákn líkt og Jessica Biel og Megan Fox heldur segist njóta þess til hins ýtrasta.

„Ég elska það, auðvitað geri ég það á mínum aldri. Mér finnst þetta frábært. Ég held að allt jákvætt hjálpi ferlinum og því ætti ég ekki að notfæra mér þetta?“ sagði hin 39 ára gamla Vergara í viðtali við Fox News.

Þegar hún er spurð út í leyndarmál sitt segist hún hlýða húðlæknum í einu og öllu. „Ég geri allt í hófi, borða ekki of mikið, hreyfi mig ekki of mikið. Svo nota ég auðvitað sólarvörn, ég hlýði öllu því sem húðlæknirinn minn segir mér að gera, það kemur í veg fyrir öldrun húðarinnar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.