Lífið

Hefner fljótur að jafna sig

Hugh Hefner hefur jafnað sig á sambandsslitunum við Harris og er byrjaður með tveimur fyrirsætum.
Hugh Hefner hefur jafnað sig á sambandsslitunum við Harris og er byrjaður með tveimur fyrirsætum.
Playboy-stofnandinn Hugh Hefner var ekki lengi að jafna sig eftir sambandsslitin við Chrystal Harris en hann er þegar kominn með tvær nýjar konur upp á arminn.

Þær heppnu eru sænska fyrirsætan Anna Sophie Berglund og Shera Berchard frá Kanada en þær eiga það sameiginlegt að hafa setið fyrir í Playboy og vera með ljóst hár á höfði.

Ekki er langt síðan Harris yfirgaf Hefner fimm dögum áður en brúðkaup þeirra átti að eiga sér stað og vilja sumir slúðurmiðlar meina að það hafi verið kvennafar Hefners sem olli sambandsslitunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.