Lífið

Alan og Íris gefa út brúðkaupsballöðu

Alan Jones og Íris Hólm gefa út ballöðuna Stay With Me um miðjan júlí. Mynd/Valli
Alan Jones og Íris Hólm gefa út ballöðuna Stay With Me um miðjan júlí. Mynd/Valli
Tónlistarmaðurinn Alan Jones gefur um miðjan júlí út ballöðuna Stay With Me ásamt Írisi Hólm. „Þetta er hálfgert brúðkaupslag. Við vonum að þegar fólk heyri það vilji það nota lagið í brúðkaupunum sínum,“ segir Alan.

Hann samdi lagið fyrir nokkru en ákvað að endurvinna það og fá Írisi til að syngja með sér. „Ég hef þekkt hana síðan í X-Factor. Hún er frábær söngkona og mig hefur alltaf langað að vinna með henni. Ég átti þetta lag og ég var handviss um að hún væri rétta manneskjan til að syngja það.“ Lagið var tekið upp í Hljódver.is af Markúsi B. Leifssyni. Steinþór Guðjónsson spilar á gítar og þær Ína Pétursdóttir og María Ólafsdóttir syngja bakraddir. Helgi Hannesson og Ágúst Þór spila einnig í laginu.

Alan ætlar að gera myndband við Stay With Me þar sem brúðkaup verður meginþemað. Hann vonast til að fólk sendi sér ljósmyndir eða myndbandsbrot úr brúðkaupunum sínum til að nota í myndbandinu og gefur upp netfangið alanjones@simnet.is.

Auk þess að gefa út nýja lagið er Alan með sólóplötu í bígerð, rétt eins og Íris Hólm, sem hefur að undanförnu sungið með Bermúda. „Ég vil taka minn tíma í þetta og sjá til þess að allt sé fullkomið áður en ég gef hana út,“ segir hann.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.