Lífið

Cars 2 beint á toppinn

Teiknimyndin Cars 2 frá Pixar fór beint á toppinn yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi.

Þrátt fyrir það sögðu gagnrýnendur myndina þá verstu úr herbúðum Pixar frá upphafi. Myndin náði inn 68 milljónum dala í kassann á fyrstu þremur dögum sínum, eða tæpum átta milljörðum króna.

Hún er tólfta myndin frá Pixar í röð sem fer á toppinn í Norður-Ameríku, síðan fyrsta myndin Toy Story kom út árið 1995. Í öðru sæti yfir vinsælustu myndirnar lenti Bad Teacher með Cameron Diaz í aðalhlutverki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.