Lífið

Paris stofnar hótelkeðju

Fleiri Hilton-hótel. Paris Hilton ætlar að feta í fótspor langafa síns og stofna hótelkeðju.
Fleiri Hilton-hótel. Paris Hilton ætlar að feta í fótspor langafa síns og stofna hótelkeðju.
Paris Hilton ætlar að stofna hótelkeðju, eins og langafi hennar, Conrad Hilton, gerði árið 1925 en hann er maðurinn á bak við Hilton-hótelin heimsþekktu. Hin þrítuga Paris hætti með kærasta sínum Cy Waits á dögunum og vill nú ólm einbeita sér að nýjum verkefnum, en hún hefur þegar hannað föt, skó og ilmvötn undir sínu nafni.

„Næsta skrefið fyrir mig er að koma mér inn í fasteignabransann. Mér þætti frábært að geta stofnað mína eigin hótelkeðju og skemmtistaði. Ég er nú þegar komin af stað í þau verkefni og ég er rosalega spennt,“ sagði Paris í viðtali á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.