Lífið

Gátu ekki beðið lengur

Leikararnir Rachel Weisz og Daniel Craig giftu sig í New York um helgina.
Leikararnir Rachel Weisz og Daniel Craig giftu sig í New York um helgina.
Stjörnuparið Daniel Craig og Rachel Weisz giftu sig um helgina. Fréttirnir komu flestum á óvart enda hefur parið einungis verið saman í nokkra mánuði og ekki er ár liðið frá því að leikkonan skildi við leikstjórann Darren Aronofsky.

Hin leynilega hjónavígsla fór fram í New York að viðstöddum átján ára syni Craig og fjögurra ára syni Weisz ásamt tveimur vitnum.

„Weisz og Craig vildu lítið brúðkaup. Þau eru yfir sig ástfangin hvort af öðru og gátu einfaldlega ekki beðið með að verða hjón," segir heimildarmaður News of the World. Leikara-parið kynntist við tökur á myndinni Dream House, sem verður frumsýnd síðar á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.