Lífið

Góð stemning hjá Kraumi

Yngsta kynslóðin tjúttaði og trallaði við taktfasta tóna Diktu á Kex.
Yngsta kynslóðin tjúttaði og trallaði við taktfasta tóna Diktu á Kex.
Tónlistasjóðurinn Kraumur blés til mikillar veislu á gistiheimilinu Kex við Skúlagötu á fimmtudaginn. Kippi Kanínus og Dikta léku fyrir gesti og gangandi.

Starfsemi Kraums var nýverið tryggð til ársins 2013 en á þeim þremur árum sem hann hefur verið starfræktur hefur sjóðurinn stutt við 90 verkefni, bæði listamanna og hljómsveita. Nýr framkvæmdarstjóri hefur jafnframt tekið til starfa en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu þá hefur Jóhann Ágúst Jóhannsson verið ráðinn til að gegna því starfi í stað Eldars Ástþórssonar. Eldar mun þó áfram vera viðloðandi sjóðinn því hann hefur tekið sæti í stjórn hans.-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.