Lífið

Elska hvort annað

Cameron Diaz og Justin Timberlake eru góðir vinir og elska ennþá hvort annað. Nordicphoto/getty
Cameron Diaz og Justin Timberlake eru góðir vinir og elska ennþá hvort annað. Nordicphoto/getty
Fyrrum kærustuparið Cameron Diaz og Justin Timberlake elska ennþá hvort annað ef marka má viðtal við Timberlake í norska blaðinu Verdens Gang. Diaz og Timberlake leika andspænis hvort öðru í myndinni Bad Teacher en þau voru kærustupar á árunum 2003 -2006.

Timberlake fullyrðir að tilfinningarnar á milli hans og Diaz hafi breyst í gegnum tíðina og núna elski þau hvort annað sem vini. „Við höfum eytt miklum tíma saman undanfarið vegna myndarinnar og uppgötvuðum að vináttan á milli okkar er eðlileg og þægileg í alla staði,“ sagði Timberlake í viðtali við norska blaðið Verdens Gang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.