Lífið

Getur ekki hætt að monta sig af Aniston

Jennifer Aniston hefur fundið ástina í örmum leikarans Justin Theroux og ætla þau að ættleiða hund saman.
Jennifer Aniston hefur fundið ástina í örmum leikarans Justin Theroux og ætla þau að ættleiða hund saman. Nordicphotos/Getty
Leikkonan Jennifer Aniston og kærasti hennar, leikarinn og handritshöfundurinn Justin Theroux, sáust saman opinberlega í fyrsta sinn á MTV kvikmyndaverðlaunum sem fram fóru í byrjun júní. Parið virðist afskaplega ástfangið og hyggjast ættleiða hund saman.

Að sögn vina er Theroux mjög spenntur fyrir því að stofna heimili með Aniston og talar stanslaust um hversu yndisleg nýja kærastan er. „Hann getur ekki hætt að monta sig og sýnir öllum sem vilja sjá mynd sem hann geymir af henni á símanum sínum. Hann er á þeim stað í lífinu þar sem hann langar að festa ráð sitt og eignast börn og hann er fullviss um að Jennifer yrði frábær móðir," var haft eftir vini leikarans.

Aniston hefur ekki talist heppin í ástum eftir skilnað sinn við Brad Pitt en vinir hennar virðast sammála um að Theroux gæti verið sá eini rétti. „Ég vona að ég sé komin á þann stað þar sem ég get notið þess að vera með frábærum manni og stofnað með honum fjölskyldu, það hefur alltaf verið draumur minn," sagði leikkonan í nýlegu viðtali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.