Lífið

Reynir við Ameríku

Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson hefur samið við fyrirtækið Madheart.
Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson hefur samið við fyrirtækið Madheart. Mynd/Valli
„Þetta er mjög spennandi. Næsta rökræna skref hjá mér er að prófa Ameríku,“ segir auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson.

Hann hefur samið við hið virta bandaríska framleiðslufyrirtæki Madheart og ætlar að starfa fyrir það á næstunni. Þórhallur hefur á sjö ára ferli sínum unnið mestmegnis í Evrópu og gert auglýsingar fyrir Skoda, Philips, McDonald"s, Vodafone, Coca-Cola og fleiri þekkt fyrirtæki.

„Ég hef svolítið geymt Ameríkumarkaðinn þangað til maður myndi finna rétta tímann og fólkið til að vinna með. Þetta er frekar lítið „butique“ fyrirtæki. Konan sem á það er búin að vera framleiðandi í tuttugu ár og eiginmaðurinn hennar er þekktur handritshöfundur og bíómyndaframleiðandi,“ segir Þórhallur og ljóst að samningurinn gæti haft mikla þýðingu fyrir hann. „Að hafa rétta fyrirtækið á bak við sig og rétta fólkið skiptir öllu máli til að eiga möguleika á að komast í þessi toppverkefni.“

Samningurinn var undirritaður í síðustu viku og er Þórhallur strax kominn í samkeppni um þrjú verkefni í Bandaríkjunum. „Þetta byrjar greinilega með trukki,“ segir hann og stefnir á að flytja til Los Angeles með fjölskyldu sinni á næsta ári. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.