Lífið

Á tónlistahátíð með Streets

Retro Stefson spilaði á tónlistarhátíðinni INmusic í vikunni, en þar spilaði einnig hljómsveitin The Streets. Haraldur Ari, liðsmaður Retro Stefson, fékk mynd með Mike Skinner, söngvara The Streets.
Retro Stefson spilaði á tónlistarhátíðinni INmusic í vikunni, en þar spilaði einnig hljómsveitin The Streets. Haraldur Ari, liðsmaður Retro Stefson, fékk mynd með Mike Skinner, söngvara The Streets.
Íslenska hljómsveitin Retro Stefson kom fram á tónlistarhátíðinni INmusic sem fram fór dagana 21. og 22. júní í Zagreb í Krótaíu. Á hátíðinni spiluðu tæplega 30 hljómsveitir en þar má meðal annars nefna stóru böndin Arcade Fire, Jamiroquai, Cypress Hill, The Streets og Grinderman, hljómsveit Nick Cave.

Retro Stefson spilaði á miðvikudagskvöldið og sagði Haraldur Ari, liðsmaður hljómsveitarinnar, að mætingin hefði verið gríðarlega góð. Að tónleikum loknum rakst hljómsveitin svo á Mike Skinner úr bresku hljómsveitinni The Streets. „Við hittum söngvara The Streets og vorum svo í námunda við Nick Cave og Cypress Hill," sagði Haraldur Ari.

Krakkarnir í Retro Stefson eru búsett í Berlín, en þau skrifuðu undir samning við útgáfurisann Universal í janúar og hafa verið að spila á hinum ýmsu hátíðum víðs vegar um Evrópu. „Við spilum á c/o pop í Köln um næstu helgi, en Gus Gus spilar líka á þeirri hátíð. Svo erum við að fara til Noregs að spila á hátíð sem heitir Trænafestival," segir Haraldur, en Ólöf Arnalds kemur einnig fram á hátíðinni í Noregi. Haraldur segir hljómsveitina annars hafa það gott í Berlín, þau séu að vinna að nýju efni sem vonandi fær að heyrast fljótlega.

-ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.