Íslenskur hlaupastíll vekur athygli í Englandi 26. júní 2011 11:00 Smári Jósafatsson, framkvæmdastjóri Smart Motion Running, mun kenna Bretum að hlaupa upp á nýtt. Fréttablaðið/gva Íslenskur hlaupastíll sem þróaður er af Smára Jósafatssyni hefur vakið athygli á Englandi. „Ég var með sýningarstand á London Marathon sýningunni í apríl. Þar vakti hlaupastíllinn mikla athygli," segir Smári, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Smart Motion Running. Hlaupastíllinn snýst um að hlaupa með réttu álagi á fætur, liði og mjóbak. „Fulltrúar margra hlaupatímarita og vefsíðna á Englandi komu til mín, spurðu út í þetta og leist vel á." Smári segir að í kjölfar sýningarinnar hafi hann haldið hlaupastílsnámskeið á Englandi fyrir blaðamenn frá ensku hlaupatímariti og tveimur vefsíðum. Von er á fleiri blaðamönnum á námskeið hjá honum. Fyrstu námskeiðin fyrir almenning hefjast í byrjun júlí og skráningar eru þegar hafnar. Smári hefur þjálfað tvo Englendinga sem kenna munu á hlaupastílsnámskeiðum í Englandi, ásamt honum. „Annar kennaranna, Kirsty Smith, er góður frjálsíþróttamaður og var meðal annars í landsliði Bretlands 21 árs og yngri í frjálsum. Hún þekkir fullt af íþróttamönnum og hefur boðið hlaupurum á námskeið," segir Smári og bætir við að hlaupurunum hafi þótt mikið til námskeiðsins koma. „Það hafa líka komið nokkrir hlaupaþjálfarar sem hafa velt því fyrir sér af hverju enginn hafi kennt þeim þessa aðferð." Smári segir að hugmyndin að hlaupastílnum hafi kviknað út frá pilates-æfingum. Smári var virkur í íþróttum á sínum yngri árum en meiddi sig oft og gat orðið ekki hlaupið. Upp úr 2000 lærði hann einkaþjálfun, þolfimi, spinning, jóga og pilates. „Það má segja að pilates hafi breytt öllu hjá mér. Pílates beinist mikið að miðjunni," segir Smári, sem einnig hefur mikinn áhuga á fjallgöngum. „Eftir gönguferðirnar var ég alltaf að drepast í hnjánum en þegar ég lærði pilates tók ég eftir að verkurinn í hnjánum hvarf." Smári fór að velta fyrir sér af hverju verkurinn hvarf með pilates. „Þegar ég fattaði hvað ég gerði öðruvísi datt mér í hug hvort ég gæti hlaupið þannig. Ég prófaði það og gat líka hlaupið lengra. Ég varð mjög undrandi," upplýsir Smári, sem fór að kenna á námskeiðum á Íslandi árið 2006, en nú hafa rúmlega þrjú þúsund Íslendingar lært að hlaupa upp á nýtt. martaf@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Íslenskur hlaupastíll sem þróaður er af Smára Jósafatssyni hefur vakið athygli á Englandi. „Ég var með sýningarstand á London Marathon sýningunni í apríl. Þar vakti hlaupastíllinn mikla athygli," segir Smári, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Smart Motion Running. Hlaupastíllinn snýst um að hlaupa með réttu álagi á fætur, liði og mjóbak. „Fulltrúar margra hlaupatímarita og vefsíðna á Englandi komu til mín, spurðu út í þetta og leist vel á." Smári segir að í kjölfar sýningarinnar hafi hann haldið hlaupastílsnámskeið á Englandi fyrir blaðamenn frá ensku hlaupatímariti og tveimur vefsíðum. Von er á fleiri blaðamönnum á námskeið hjá honum. Fyrstu námskeiðin fyrir almenning hefjast í byrjun júlí og skráningar eru þegar hafnar. Smári hefur þjálfað tvo Englendinga sem kenna munu á hlaupastílsnámskeiðum í Englandi, ásamt honum. „Annar kennaranna, Kirsty Smith, er góður frjálsíþróttamaður og var meðal annars í landsliði Bretlands 21 árs og yngri í frjálsum. Hún þekkir fullt af íþróttamönnum og hefur boðið hlaupurum á námskeið," segir Smári og bætir við að hlaupurunum hafi þótt mikið til námskeiðsins koma. „Það hafa líka komið nokkrir hlaupaþjálfarar sem hafa velt því fyrir sér af hverju enginn hafi kennt þeim þessa aðferð." Smári segir að hugmyndin að hlaupastílnum hafi kviknað út frá pilates-æfingum. Smári var virkur í íþróttum á sínum yngri árum en meiddi sig oft og gat orðið ekki hlaupið. Upp úr 2000 lærði hann einkaþjálfun, þolfimi, spinning, jóga og pilates. „Það má segja að pilates hafi breytt öllu hjá mér. Pílates beinist mikið að miðjunni," segir Smári, sem einnig hefur mikinn áhuga á fjallgöngum. „Eftir gönguferðirnar var ég alltaf að drepast í hnjánum en þegar ég lærði pilates tók ég eftir að verkurinn í hnjánum hvarf." Smári fór að velta fyrir sér af hverju verkurinn hvarf með pilates. „Þegar ég fattaði hvað ég gerði öðruvísi datt mér í hug hvort ég gæti hlaupið þannig. Ég prófaði það og gat líka hlaupið lengra. Ég varð mjög undrandi," upplýsir Smári, sem fór að kenna á námskeiðum á Íslandi árið 2006, en nú hafa rúmlega þrjú þúsund Íslendingar lært að hlaupa upp á nýtt. martaf@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira