Varast íslenska hugsunarháttinn 26. júní 2011 11:30 Ástrós Gunnarsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Ég hef lengi gælt við drauminn um að opna Pilates-stúdíó utan landsteinanna og nú hefur ævintýrið ræst," segir dansarinn og Pilates-kennarinn Ástrós Gunnarsdóttir, sem í janúar opnaði Pilates Centre Brussel, sem er eitt sinnar tegundar í sjálfri höfuðborg Evrópu. „Mig langaði að hrista upp í Brussel með því að bjóða upp á albestu líkamsrækt sem völ er á – altsvo, ef hún er rétt kennd. Hér eru alls kyns líkamsræktarstöðvar sem segjast kenna Pilates en kenna í raun bara drasl sem á lítið skylt við hina upprunalegu tækni," segir Ástrós. Hún býr að því að vera eini Pilates-kennarinn í Brussel sem lærði hjá Romönu Kryzanovsku, arftaka hinnar sönnu Pilates-tækni sem Jósep Pilates arfleiddi hana formlega að eftir að hafa unnið með henni í áratugi, en Romana er eini lifandi einstaklingurinn sem vann með Jósep Pilates sjálfum. „Pilates er ekki nærri eins þekkt í Evrópu og það er í Bandaríkjunum. Ég valdi Brussel því mig langaði að opna alvöru Pilates-stúdíó þar sem ekkert slíkt væri fyrir hendi og þar sem grundvöllur væri fyrir að kenna fólki Pilates eins og það er rétt. Þar fyrir utan langaði okkur Þorfinn að flytja til Evrópu og stúdíóleysið hér réði úrslitum," segir Ástrós og vísar í sinn heittelskaða Þorfinn Ómarsson, sem rekur með henni fyrirtækið ytra. Stúdíó Ástrósar er í Evrópuhverfinu svokallaða, mitt í hjarta Brussel, en í hverfinu eru fleiri skrifstofumenn en tölu verður á komið. Segir Ástrós að þeim veiti ekki af að skreppa í Pilates-tíma, hvort heldur sem er fyrir eða eftir vinnu, eða í hádegispásu sinni. „Það var ágætis ákvörðun að velja þetta hverfi og orðsporið breiðist hratt út. Ég hef gaman af fjölbreytileika mannflórunnar sem sækir tíma hjá mér, en ekki síst því hversu karlar eru duglegir að mæta. Heima á Íslandi hefur Pilates fengið á sig kvennastimpil, þrátt fyrir að vera hannað af karlmanni og vera ekki síður góð líkamsrækt fyrir þá," segir Ástrós, alsæl með viðtökurnar og tilveruna í Brussel. „Hingað koma margir viðskiptamenn í jakkafötum, með vandamál í baki og hálsi, og þá kemur þeim vel að gera Pilates," segir Ástrós. Samkvæmt nýjustu talningu sameinast Pilates-iðkendur frá fimmtán þjóðum í Pilates Centre Brussel, sem starfar eftir þeirri hugmyndafræði Pilates að maður sem hafi þjálfað líkama sinn til fullkomins samræmis og þroskað heilbrigðan huga skili daglegum störfum sínum fljótt og vel, af ungæðislegum lífsþrótti og gleði. „Okkur líður afskaplega vel hérna og borgin er þægileg. Hana má auðveldlega ganga rösklega enda á milli og maður fær aldrei leið á fjölþjóðlegum menningarheimi hennar. Þá er stutt í allar áttir héðan, létt að taka lest til Parísar, Lundúna eða annarra borga í Evrópu, stutt á skíðasvæði og strönd," segir Ástrós, sem tjaldar ei til einnar nætur í Brussel. „Það er auðvitað heilmikið mál að opna svona stúdíó, en viðskiptin ganga framar björtustu vonum. Með tíð og tíma langar mig að færa út kvíarnar en ég varast að taka íslenska hugsunarháttinn á þetta og sé til hvernig gengur eftir árið." thordis@frettabladid.is Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Ég hef lengi gælt við drauminn um að opna Pilates-stúdíó utan landsteinanna og nú hefur ævintýrið ræst," segir dansarinn og Pilates-kennarinn Ástrós Gunnarsdóttir, sem í janúar opnaði Pilates Centre Brussel, sem er eitt sinnar tegundar í sjálfri höfuðborg Evrópu. „Mig langaði að hrista upp í Brussel með því að bjóða upp á albestu líkamsrækt sem völ er á – altsvo, ef hún er rétt kennd. Hér eru alls kyns líkamsræktarstöðvar sem segjast kenna Pilates en kenna í raun bara drasl sem á lítið skylt við hina upprunalegu tækni," segir Ástrós. Hún býr að því að vera eini Pilates-kennarinn í Brussel sem lærði hjá Romönu Kryzanovsku, arftaka hinnar sönnu Pilates-tækni sem Jósep Pilates arfleiddi hana formlega að eftir að hafa unnið með henni í áratugi, en Romana er eini lifandi einstaklingurinn sem vann með Jósep Pilates sjálfum. „Pilates er ekki nærri eins þekkt í Evrópu og það er í Bandaríkjunum. Ég valdi Brussel því mig langaði að opna alvöru Pilates-stúdíó þar sem ekkert slíkt væri fyrir hendi og þar sem grundvöllur væri fyrir að kenna fólki Pilates eins og það er rétt. Þar fyrir utan langaði okkur Þorfinn að flytja til Evrópu og stúdíóleysið hér réði úrslitum," segir Ástrós og vísar í sinn heittelskaða Þorfinn Ómarsson, sem rekur með henni fyrirtækið ytra. Stúdíó Ástrósar er í Evrópuhverfinu svokallaða, mitt í hjarta Brussel, en í hverfinu eru fleiri skrifstofumenn en tölu verður á komið. Segir Ástrós að þeim veiti ekki af að skreppa í Pilates-tíma, hvort heldur sem er fyrir eða eftir vinnu, eða í hádegispásu sinni. „Það var ágætis ákvörðun að velja þetta hverfi og orðsporið breiðist hratt út. Ég hef gaman af fjölbreytileika mannflórunnar sem sækir tíma hjá mér, en ekki síst því hversu karlar eru duglegir að mæta. Heima á Íslandi hefur Pilates fengið á sig kvennastimpil, þrátt fyrir að vera hannað af karlmanni og vera ekki síður góð líkamsrækt fyrir þá," segir Ástrós, alsæl með viðtökurnar og tilveruna í Brussel. „Hingað koma margir viðskiptamenn í jakkafötum, með vandamál í baki og hálsi, og þá kemur þeim vel að gera Pilates," segir Ástrós. Samkvæmt nýjustu talningu sameinast Pilates-iðkendur frá fimmtán þjóðum í Pilates Centre Brussel, sem starfar eftir þeirri hugmyndafræði Pilates að maður sem hafi þjálfað líkama sinn til fullkomins samræmis og þroskað heilbrigðan huga skili daglegum störfum sínum fljótt og vel, af ungæðislegum lífsþrótti og gleði. „Okkur líður afskaplega vel hérna og borgin er þægileg. Hana má auðveldlega ganga rösklega enda á milli og maður fær aldrei leið á fjölþjóðlegum menningarheimi hennar. Þá er stutt í allar áttir héðan, létt að taka lest til Parísar, Lundúna eða annarra borga í Evrópu, stutt á skíðasvæði og strönd," segir Ástrós, sem tjaldar ei til einnar nætur í Brussel. „Það er auðvitað heilmikið mál að opna svona stúdíó, en viðskiptin ganga framar björtustu vonum. Með tíð og tíma langar mig að færa út kvíarnar en ég varast að taka íslenska hugsunarháttinn á þetta og sé til hvernig gengur eftir árið." thordis@frettabladid.is
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira