Kann að láta manneskju svífa 21. maí 2011 00:00 Einar einstaki. Einar Aron Fjalarsson, fimmtán ára, æfir töfrabrögð í þrjá til fjóra tíma á dag. Sviðsnafn hans er Einar einstaki og sýnir hann töfrabrögð við ýmis tækifæri. Hann segir alla geta lært að töfra. Af hverju fékkstu áhuga á töfrabrögðum? Ég sá töframann sýna töfrabrögð á Glerártorgi á Akureyri. Ég heillaðist upp úr skónum og þá ákvað ég að þetta væri það sem ég þyrfti að læra. Ég fékk svo töfrabók í jólagjöf frá Jóel bróður mínum og þá varð ekki aftur snúið. Hvenær byrjaðir þú að læra að töfra? Um jólin 2005, strax eftir að ég fékk töfrabókina. Hvert var fyrsta töfrabragðið sem þú lærðir? Það er svo langt síðan. Ætli það hafi nú ekki samt verið úr Töfrabragðabókinni. Þar lærði ég til dæmis hvernig á að láta manneskju svífa. Hvernig getur maður lært töfrabrögð og getur hver sem er lært þau? Ég byrjaði á því að skoða bækur þar sem töfrabrögð eru kennd, svo sendu nokkrir félagar í Hinu íslenska töframannagildi mér nokkur töfrabrögð sem hjálpuðu mér. Eftir það fór ég að hitta töframenn sem hafa hjálpað mér mikið. Það geta allir lært einföldustu töfrabrögðin, en þegar komið er í flóknari brögð geta aðeins færir töframenn það. En allir geta komist langt með miklum áhuga og mikilli æfingu. Hvað æfir þú þig mikið? Allur minn frítími fer í það að æfa mig. Á venjulegum degi eru þetta svona 3-4 klukkustundir og svo enn meira um helgar. Eru töfrar bara plat eða eru til alvöru töfrar eins og í Harry Potter? Þetta eru náttúrulega sjónhverfingar en mér persónulega finnst það langt og leiðinlegt orð svo að ég kýs að kalla sjónhverfingar töfra eða töfrabrögð eða einfaldlega trikk. Harry Potter fór í Hogwarts sem er galdraskóli en sjálfur trúi ég ekki á galdra. Af hverju kallar þú þig Einar einstaka? Ég vildi hafa það Einar eitthvað og spurði pabba, sem kom svo með þetta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Að sjálfsögðu held ég áfram að vera töframaður. Þegar ég var ungur langaði mig til þess að vinna á bensínstöð og svo langar mig til þess að verða öryggisvörður. Annars stefni ég á það að læra íþróttafræði, en ég æfi frjálsar íþróttir hjá Ungmennafélagi Akureyrar (UFA). Í hvaða skóla ertu? Ég er að klára 9. bekk í Síðuskóla á Akureyri. Hvað finnst krökkunum um að þú sért töframaður? Ef þú meina krakkana í bekknum þá held ég að þeim finnist það bara fínt án þess að vita neitt um það. En það eru oft krakkar sem snúa sér við í búðum og segja: Þetta er Einar einstaki.“ Hvað tekur þú oft að þér að sýna fyrir fólk og við hvaða tækifæri? Ég reyni að taka öllu sem mér er boðið. Ég hef komið mikið í vinnustaðaskemmtanir, árshátíðir, stjórnmálakaffi, stórafmæli, útihátíðir, barnaafmæli og í fyrra sýndi ég í brúðkaupi. Ég hef farið í nokkra leikskóla en þá tek ég með mér vin minn Tralla trúð sem ég kynntist á Húsavík þegar ég bjó þar. Annars tek ég að mér að sýna við flest öll tilefni. Áttu þér einhverja fyrirmynd? Pabbi og mamma eru mínar fyrirmyndir. Þau eru snilld. Hver er besti töframaður heims? Það fer eftir því hvernig töfrabrögð þeir sýna. Lance Burton er meistari, mín skoðun á honum er að hann sé lifandi goðsögn. Áttu einhver önnur áhugamál? Já, íþróttir. Íþróttir eru æðislegar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga. Eitthvað að lokum? Já ég vil minna á heimasíðuna mína www.einareinstaki.com Krakkar Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Einar Aron Fjalarsson, fimmtán ára, æfir töfrabrögð í þrjá til fjóra tíma á dag. Sviðsnafn hans er Einar einstaki og sýnir hann töfrabrögð við ýmis tækifæri. Hann segir alla geta lært að töfra. Af hverju fékkstu áhuga á töfrabrögðum? Ég sá töframann sýna töfrabrögð á Glerártorgi á Akureyri. Ég heillaðist upp úr skónum og þá ákvað ég að þetta væri það sem ég þyrfti að læra. Ég fékk svo töfrabók í jólagjöf frá Jóel bróður mínum og þá varð ekki aftur snúið. Hvenær byrjaðir þú að læra að töfra? Um jólin 2005, strax eftir að ég fékk töfrabókina. Hvert var fyrsta töfrabragðið sem þú lærðir? Það er svo langt síðan. Ætli það hafi nú ekki samt verið úr Töfrabragðabókinni. Þar lærði ég til dæmis hvernig á að láta manneskju svífa. Hvernig getur maður lært töfrabrögð og getur hver sem er lært þau? Ég byrjaði á því að skoða bækur þar sem töfrabrögð eru kennd, svo sendu nokkrir félagar í Hinu íslenska töframannagildi mér nokkur töfrabrögð sem hjálpuðu mér. Eftir það fór ég að hitta töframenn sem hafa hjálpað mér mikið. Það geta allir lært einföldustu töfrabrögðin, en þegar komið er í flóknari brögð geta aðeins færir töframenn það. En allir geta komist langt með miklum áhuga og mikilli æfingu. Hvað æfir þú þig mikið? Allur minn frítími fer í það að æfa mig. Á venjulegum degi eru þetta svona 3-4 klukkustundir og svo enn meira um helgar. Eru töfrar bara plat eða eru til alvöru töfrar eins og í Harry Potter? Þetta eru náttúrulega sjónhverfingar en mér persónulega finnst það langt og leiðinlegt orð svo að ég kýs að kalla sjónhverfingar töfra eða töfrabrögð eða einfaldlega trikk. Harry Potter fór í Hogwarts sem er galdraskóli en sjálfur trúi ég ekki á galdra. Af hverju kallar þú þig Einar einstaka? Ég vildi hafa það Einar eitthvað og spurði pabba, sem kom svo með þetta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Að sjálfsögðu held ég áfram að vera töframaður. Þegar ég var ungur langaði mig til þess að vinna á bensínstöð og svo langar mig til þess að verða öryggisvörður. Annars stefni ég á það að læra íþróttafræði, en ég æfi frjálsar íþróttir hjá Ungmennafélagi Akureyrar (UFA). Í hvaða skóla ertu? Ég er að klára 9. bekk í Síðuskóla á Akureyri. Hvað finnst krökkunum um að þú sért töframaður? Ef þú meina krakkana í bekknum þá held ég að þeim finnist það bara fínt án þess að vita neitt um það. En það eru oft krakkar sem snúa sér við í búðum og segja: Þetta er Einar einstaki.“ Hvað tekur þú oft að þér að sýna fyrir fólk og við hvaða tækifæri? Ég reyni að taka öllu sem mér er boðið. Ég hef komið mikið í vinnustaðaskemmtanir, árshátíðir, stjórnmálakaffi, stórafmæli, útihátíðir, barnaafmæli og í fyrra sýndi ég í brúðkaupi. Ég hef farið í nokkra leikskóla en þá tek ég með mér vin minn Tralla trúð sem ég kynntist á Húsavík þegar ég bjó þar. Annars tek ég að mér að sýna við flest öll tilefni. Áttu þér einhverja fyrirmynd? Pabbi og mamma eru mínar fyrirmyndir. Þau eru snilld. Hver er besti töframaður heims? Það fer eftir því hvernig töfrabrögð þeir sýna. Lance Burton er meistari, mín skoðun á honum er að hann sé lifandi goðsögn. Áttu einhver önnur áhugamál? Já, íþróttir. Íþróttir eru æðislegar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga. Eitthvað að lokum? Já ég vil minna á heimasíðuna mína www.einareinstaki.com
Krakkar Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira