Endurgerðar ofurhetjur 7. apríl 2011 15:30 Þótt búningarnir séu gamlir munu nýir menn klæðast þeim. Hollywood virðist aldrei fá nóg af ofurhetjum og framleiðir grimmt af kvikmyndum um skikkjuklædd hreystimenni sem lumbra á þrjótum og bjarga sætum stelpum úr lífsháska. Þrjár ofurhetjur virðast hins vegar eiga eilíft líf. Ekki líður það ár að kvikmynd um ofurhetju líti ekki dagsins ljós. Og stundum seilast kvikmyndaverin ansi langt í myndasögubunkana til að finna eitthvað nýtt. Stundum tekst það, stundum ekki (Daredevil sem dæmi). Auðvitað er það rannsóknarefni út af fyrir sig af hverju ofurhetjur njóta jafn mikillar hylli og raun ber vitni, því stundum eru myndirnar hreinasta augnayndi, stundum eru þær algjört drasl. Þrjár ofurhetjur virðast hins vegar vera að eignast Bond-líf í Hollywood, því stóru kvikmyndaverin virðast hafa áttað sig á því að leikararnir eru ekki aðalatriðið heldur ofurhetjan sjálf. Þegar hefur verið tilkynnt að Köngulóarmaðurinn muni ganga í endurnýjun lífdaga eftir nokkuð góðan þríleik Sam Raimi. Hann fer í framhaldsskóla með bláa og rauða búninginn, sem Andrew Garfield klæðist. Zach Snyder hefur verið falið að blása lífi í Ofurmennið eftir að Bryan Singer mistókst að bjarga honum frá glötun með Brandon Routh í rauðu skikkjunni. Og nýverið var tilkynnt að Leðurblökumaðurinn myndi ekki deyja drottni sínum þótt leikstjórinn Christopher Nolan leikstýri sinni síðustu mynd um riddara næturinnar á þessu ári með Christian Bale í aðalhlutverki. Hann hefur nefnilega samþykkt að vera með sem framleiðandi næstu seríu, ef svo má að orði komast, án þess að Bale komi þar nærri.Því er spáð að hetjanna bíði svipað líf og James Bond.Þessum sviptingum svipar eilítið til James Bond myndanna 22 en leyniþjónustumaðurinn hefur mátt þola allar mögulegar breytingar, mismunandi leikara í hlutverkinu og ólíkar stefnur á hverjum áratug fyrir sig. Helen O'Hara, blaðakona á Empire, skrifar á heimasíðu tímaritsins að ástæðan fyrir öllum þessum „endurnýjun lífdaga"-kvikmyndum sé sú sama og hjá Bond-gerðarmönnum. Á einum tímapunkti eða öðrum seilist kvikmyndagerðarmenn of langt og reyni um of á þolmörk áhorfenda; hetjan fær of marga þrjóta til að kljást við (þriðja Köngulóarmyndin) eða hún er send á óraunverulega staði, eins og út í geim eða á gervieyju (Ofurmennið snýr aftur). „Vandamálið er þá ekki að áhorfendur kunni illa við hetjuna, þeim líkar bara ekki við umhverfið sem hetjan er sett í. Þeir vilja sjá hana aftur, bara ekki í þessum gír," skrifar Helen. Aðdáendur ofurhetjanna geta því hlakkað til framtíðarinnar. Leðurblökumaðurinn, Köngulóarmaðurinn og Ofurmennið eiga sér líf í Hollywood og endalok þeirra virðast síður en svo í augsýn. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Hollywood virðist aldrei fá nóg af ofurhetjum og framleiðir grimmt af kvikmyndum um skikkjuklædd hreystimenni sem lumbra á þrjótum og bjarga sætum stelpum úr lífsháska. Þrjár ofurhetjur virðast hins vegar eiga eilíft líf. Ekki líður það ár að kvikmynd um ofurhetju líti ekki dagsins ljós. Og stundum seilast kvikmyndaverin ansi langt í myndasögubunkana til að finna eitthvað nýtt. Stundum tekst það, stundum ekki (Daredevil sem dæmi). Auðvitað er það rannsóknarefni út af fyrir sig af hverju ofurhetjur njóta jafn mikillar hylli og raun ber vitni, því stundum eru myndirnar hreinasta augnayndi, stundum eru þær algjört drasl. Þrjár ofurhetjur virðast hins vegar vera að eignast Bond-líf í Hollywood, því stóru kvikmyndaverin virðast hafa áttað sig á því að leikararnir eru ekki aðalatriðið heldur ofurhetjan sjálf. Þegar hefur verið tilkynnt að Köngulóarmaðurinn muni ganga í endurnýjun lífdaga eftir nokkuð góðan þríleik Sam Raimi. Hann fer í framhaldsskóla með bláa og rauða búninginn, sem Andrew Garfield klæðist. Zach Snyder hefur verið falið að blása lífi í Ofurmennið eftir að Bryan Singer mistókst að bjarga honum frá glötun með Brandon Routh í rauðu skikkjunni. Og nýverið var tilkynnt að Leðurblökumaðurinn myndi ekki deyja drottni sínum þótt leikstjórinn Christopher Nolan leikstýri sinni síðustu mynd um riddara næturinnar á þessu ári með Christian Bale í aðalhlutverki. Hann hefur nefnilega samþykkt að vera með sem framleiðandi næstu seríu, ef svo má að orði komast, án þess að Bale komi þar nærri.Því er spáð að hetjanna bíði svipað líf og James Bond.Þessum sviptingum svipar eilítið til James Bond myndanna 22 en leyniþjónustumaðurinn hefur mátt þola allar mögulegar breytingar, mismunandi leikara í hlutverkinu og ólíkar stefnur á hverjum áratug fyrir sig. Helen O'Hara, blaðakona á Empire, skrifar á heimasíðu tímaritsins að ástæðan fyrir öllum þessum „endurnýjun lífdaga"-kvikmyndum sé sú sama og hjá Bond-gerðarmönnum. Á einum tímapunkti eða öðrum seilist kvikmyndagerðarmenn of langt og reyni um of á þolmörk áhorfenda; hetjan fær of marga þrjóta til að kljást við (þriðja Köngulóarmyndin) eða hún er send á óraunverulega staði, eins og út í geim eða á gervieyju (Ofurmennið snýr aftur). „Vandamálið er þá ekki að áhorfendur kunni illa við hetjuna, þeim líkar bara ekki við umhverfið sem hetjan er sett í. Þeir vilja sjá hana aftur, bara ekki í þessum gír," skrifar Helen. Aðdáendur ofurhetjanna geta því hlakkað til framtíðarinnar. Leðurblökumaðurinn, Köngulóarmaðurinn og Ofurmennið eiga sér líf í Hollywood og endalok þeirra virðast síður en svo í augsýn. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira