Lífið

Með ævintýralegt húðflúr af Mjallhvíti

Eyrún Helga. Mynd/GVA
Eyrún Helga. Mynd/GVA
Ég er sérstakur aðdáandi Disney-teiknimyndanna og hef alla tíð horft mikið á fyrstu teiknimynd Disney; Mjallhvíti," segir Eyrún Helga Guðmundsdóttir klippari. Hún skartar litskrúðugu húðflúri af aðalpersónum teiknimyndarinnar Mjallhvítar og vekur mikla athygli fyrir vikið.

„Ég vinn sem klippari, er til dæmis að klippa þættina Makalaus núna. Ég er útskrifuð úr Kvikmyndaskóla Íslands, teikna mikið sjálf og langaði að fá mér tattú sem væri fullt af litum og fallegum persónum, eins og ævintýrið um Mjallhvíti hefur."

Jón Páll Halldórsson húðflúrmeistari hjá Íslenzku húðflúrstofunni sá um verkið. „Ég treysti Jóni Páli vel þannig að ég var ekkert stressuð, en ég hefði ekki treyst öðrum til að gera þessa mynd, það er mjög gott að vinna með honum. Jú, þetta hefur vakið mikla athygli og fólki finnst ótrúlegt að hægt sé að gera tattú að svona miklu listaverki, með þessum skyggingum. Tattúlistin hefur nefnilega þróast svo mikið síðustu árin, með betri nálum og tækni."

- jma






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.