Lífið

Liam í fatahönnunarstríð

Liam Gallagher er snillingur í að eignast óvini og sendi Jay-Z tóninn nú fyrir helgi. Hann vill meina að fólk verði handtekið ef það klæðist fötum frá fatalínu Jay-Z en Liam hefur sjálfur sett á fót fatamerki undir nafninu Pretty Green og hefur eignast fylgismenn á borð við Joe Cole og David Bentley.Nordicphotos/Getty
Liam Gallagher er snillingur í að eignast óvini og sendi Jay-Z tóninn nú fyrir helgi. Hann vill meina að fólk verði handtekið ef það klæðist fötum frá fatalínu Jay-Z en Liam hefur sjálfur sett á fót fatamerki undir nafninu Pretty Green og hefur eignast fylgismenn á borð við Joe Cole og David Bentley.Nordicphotos/Getty
Breski ólátabelgurinn Liam Gallagher, fyrrverandi söngvari Oasis, er þekktur fyrir allt annað en að liggja á skoðunum sínum um menn og málefni. Hann hefur nú sent Jay Z-tóninn fyrir fatalínuna hans.

Liam Gallagher er smám saman að komast aftur upp á afturlappirnar eftir að hljómsveitin Oasis liðaðist í sundur eftir áralangar deilur Galagher-bræðranna Liams og Noels um strauma og stefnur. Hann er byrjaður í nýrri hljómsveit, Beady Eye, og hefur sett á markað nýtt tískumerki undir nafninu Pretty Green. Það hefur vakið töluverða athygli í tískuheiminum og knattspyrnustjörnur á borð við Joe Cole og David Bentley, sem báðir hafa þó mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá sínum félagsliðum, vilja nánast eingöngu ganga í fötum frá merkinu.

Gallagher, sem er sjálfur harður stuðningsmaður Manchester City, þekkir þá list best allra að vekja athygli á sjálfum sér og sínum vörum og ákvað því að beina sjónum sínum að tískumerki rapparans Jay-Z, af einhverjum ókunnum ástæðum, kannski af öfundsýki enda selur Jay -Z föt fyrir 436 milljónir punda á ári hverju undir nafninu Rocawear. Samkvæmt Daily Star finnst Liam föt rapparans ákaflega ljót. „Þú lendir bara í vandræðum við laganna verði ef þú ert í fötunum frá Jay-Z," hefur blaðið eftir söngvaranum, sem hefur aldrei efast um eigið ágæti, hvað þá gæði tískulínunnar sinnar.

Daily Star rifjar upp í kjölfarið að Gallagher-bræðurnir gætu kannski fundið sinn samhljóm í einhliða stríðinu við Jay-Z, því fyrir þremur árum gagnrýndi Noel Gallagher rapparann harðlega fyrir að vera opnunaratriði Glastonbury-hátíðarinnar. „Sú hátíð er byggð á gítarhefð. Ef eitthvað er ekki bilað þá á ekkert að gera við það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.