Lífið

Óttar fær ekki að skjóta Mulan

Slæmur félagsskapur? Mulan er önnur kvikmynd Óttars með Jan de Bont sem hætt er við. Kvikmyndatökumaðurinn hugsar sig eflaust tvisvar um næst þegar de Bont hringir. Fréttablaðið/Valli
Slæmur félagsskapur? Mulan er önnur kvikmynd Óttars með Jan de Bont sem hætt er við. Kvikmyndatökumaðurinn hugsar sig eflaust tvisvar um næst þegar de Bont hringir. Fréttablaðið/Valli
Hætt hefur verið við gerð kvikmyndarinnar Mulan, sem Jan de Bont átti að leikstýra. Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður hafði verið ráðinn til að stjórna upptökum myndarinnar en nú er ljóst að af verkefninu verður ekki. Óttar vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið, sagði þetta vera hrakfallasögu frá upphafi til enda. Samkvæmt fréttum frá Hollywood hafa framleiðendur myndarinnar ekki lagt árar í bát en ólíklegt verður að teljast að nokkuð verði af gerð myndarinnar.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óttar verður að hætta við jafn stórt verkefni á vegum de Bont. Hann hafði undirbúið tökur fyrir hasarmyndina Stopping Power í Berlín þar sem John Cusack átti að leika aðalhlutverkið ásamt fleiri stórum stjörnum. Óttar var þá búinn að æfa bílaeltingarleiki og annað sem prýðir flottar hasarmyndir en það getur dregið ansi snögglega fyrir sólu í Hollywood. Einn framleiðandinn sagði sig frá verkefninu og fljótlega voru allar tökuvélar stöðvaðar.

Hið sama gilti um Mulan; Óttar var í Kína í rúman mánuð við leit að hentugum tökustöðum. Allt virtist ganga eins og í sögu, búið var að ráða Ziyi Zhang, stjörnu Crouching Tiger, en svo féll sprengjan og nánast fyrirvaralaust var hætt við gerð myndarinnar. De Bont er hvað þekktastur fyrir kvikmyndir sínar Speed, Twister og Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life en hann hefur átt í erfiðleikum með að fjármagna kvikmyndir undanfarin ár.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.