Lífið

Koma saman og fagna

Fagna saman Tónlistarhópurinn REYK VEEK fagnar nýrri plötuútgáfu ásamt hönnuðunum Bóasi Kristjánssyni og Munda.
Fagna saman Tónlistarhópurinn REYK VEEK fagnar nýrri plötuútgáfu ásamt hönnuðunum Bóasi Kristjánssyni og Munda.
Tónlistarhópurinn REYK VEEK og hönnuðurnir Bóas Kristjánsson og Mundi standa fyrir skemmtikvöldinu Ultra Violence sem fram fer á Faktorý í kvöld.

Að sögn Heimis Héðinssonar tónlistarmanns var ákveðið að setja saman teiti til að fagna útgáfu nýs disks frá REYK VEEK og nýjum haustlínum þeirra Bóasar og Munda. „Við í REYK VEEK erum að gefa út safndisk með íslenskri neðanjarðartónlist sem aldrei hefur heyrst áður. Þetta er allt frumsamið efni sem við ákváðum að safna saman á einn disk. Það er svo planið að halda fleiri partí í framtíðinni þar sem við munum halda áfram að blanda saman tónlist, tísku og hönnun,“ útskýrir Heimir.

Tónleikarnir hefjast á miðnætti og fyrir 1.000 krónur fæst aðgangur að skemmtuninni og diskurinn í kaupbæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.