Lífið

Vorgleði í klæðaburði Eurovisionfaranna

Prjónahönnuðurinn Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir ætlar að klæða sönghópinn, Vini Sjonna, í frísklega liti í Þýskalandi. Fréttablaðið/Vilhelm
Prjónahönnuðurinn Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir ætlar að klæða sönghópinn, Vini Sjonna, í frísklega liti í Þýskalandi. Fréttablaðið/Vilhelm
„Við erum byrjuð að leggja drög að klæðaburði sönghópsins i Düsseldorf og það verður ekkert svart að þessu sinni. Bara litir og gleði,“ segir prjóna- og fatahönnuðurinn Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir en hún hefur yfirumsjón með klæðaburði Eurovision-faranna í Vinum Sjonna. Undirbúningur fyrir för hópsins til Þýskalands er á fullu þessa dagana.

Guðrún Ragna hefur einbeitt sér að prjónahönnun síðan hún útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2003 en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur að sér verkefni á borð við þetta. „Þórunn Erna Clausen, eiginkona Sigurjóns heitins Brink, er æskuvinkona mín og ég er mjög þakklát fyrir að hafa verið beðin um að taka þátt í þessu ævintýri með þeim.“

Guðrún Ragna segir að ekki verði mikil breyting á útliti strákanna eins og þeir voru í forkeppninni en áhersla verði lögð á skapa ákveðna tengingu við myndbandið „Það verður svipuð stemming og í myndbandinu. Lopapeysur og fínni klæðnaður.“ Guðrún segir mjög skemmtilegt að vinna með strákunum sex og að það sé mjög góður andi í hópnum. „Markmiðið með þessu verkefni er að öllum líði vel enda allir í ákveðnu sorgarferli og hópurinn mjög náinn,“

Guðrún Ragna viðurkennir jafnframt að hún sé laumu Eurovision-aðdáandi „Það verður gaman að fá að upplifa stemminguna þarna úti og kannski kemur maður heim alveg smitaður af Eurovision-veikinni.“ - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.