Lífið

Hræddur við að verða faðir

Robbie Williams viðurkennir að hann sé byrjaður að hugsa um að fjölga sér og er hræddur við ábyrgðina sem því fylgir.
Robbie Williams viðurkennir að hann sé byrjaður að hugsa um að fjölga sér og er hræddur við ábyrgðina sem því fylgir.
Breski söngvarinn Robbie Williams lét hafa það eftir sér í viðtali við þýskan sjónvarpsþátt að hann væri skíthræddur við ábyrgðina sem fylgdi því að vera faðir. Eiginkona hans, Ayda Fields, er víst byrjuð að huga að barneignum en Williams heldur því fram að ábyrðin sem fylgir föðurhlutverkinu eigi eftir að gera honum gott þótt honum finnist tilhugsunin ógnvekjandi. „Ég verð góður faðir þegar þar að kemur vegna þess að ég verð,“ viðurkenndi Williams og bætti við að hann hefði gott af því að hugsa um einhvern annan en sjálfan sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.