Lífið

Beach House á Airwaves

Bandaríska hljómsveitin Beach House spilar á Airwaves-hátíðinni í haust.
Bandaríska hljómsveitin Beach House spilar á Airwaves-hátíðinni í haust.
Bandarísku draumpoppararnir í Beach House spila á Airwaves-hátíðinni í haust. Platan þeirra Teen Dream var af mörgum talin ein besta plata síðasta árs. Enska stuðsveitin Totally Enormous Extinct Dinosaurs mætir einnig á hátíðina ásamt norsku pönkrokkurunum í Honningbarna og Matthew Hemerlein frá Washington DC. Popparinn Friðrik Dór, Kira Kira, Retro Stefson og Valdimar hafa einnig bæst í hópinn. Forvitnilegt verður að sjá Friðrik Dór, sem hefur náð miklum vinsældum fyrir íslenska R&B-tónlist sína, spreyta sig á Airwaves-hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.