Lífið

Arnold fer í sjónvarpið

Arnold Schwarzenegger ætlar að leika í nýjum sjónvarpsþáttum.
Arnold Schwarzenegger ætlar að leika í nýjum sjónvarpsþáttum.
Fyrsta hlutverk Arnolds Schwarzenegger eftir að hann hætti sem ríkisstjóri Kaliforníu verður í nýjum sjónvarpsþáttum. Mikil leynd hvílir yfir þáttunum og hefur þeim eingöngu verið lýst sem alþjóðlegum. Þeir verða kynntir til sögunnar á blaðamannafundi í Cannes 4. apríl.

Schwarzenegger er einnig í viðræðum um að leika í framhaldi hasarmyndarinnar True Lies. Kraftakarlinn lagði leiklistina á hilluna þegar hann gerðist ríkisstjóri árið 2003 en fór þó með lítil hlutverk í myndunum The Expendables og Around the World in 80 Days.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.