Lífið

Balti kominn heim frá Contraband

Baltasar var þreyttur eftir tökurnar á Contraband en norðlenska sveitaloftið hefur endurnært hann.
Baltasar var þreyttur eftir tökurnar á Contraband en norðlenska sveitaloftið hefur endurnært hann.
„Það er annað hvort Hofsós eða Hollywood, það er ekkert þar á milli," segir kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur. Hann er kominn heim í norðlensku sveitasæluna frá stórborginni New Orleans því tökum á Hollywood-kvikmyndinni Contraband er formlega lokið en nú hefst klipping kvikmyndarinnar og svo eftirvinnsla í London í vor. Baltasar tryggði sér nýlega þjónustu tónskáldsins Clintons Shorter sem mun semja tónlistina við myndina en hann átti heiðurinn að tónlistinni í sci-fi myndinni District 9.

Contraband skartar Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum en auk þess kemur Ólafur Darri lítilega við sögu. „Hans hlutverk er nokkuð stórt miðað við þann tíma sem tók að taka það upp. Ég veit að Mark [Wahlberg] var nokkuð hrifinn af honum."

Tökur á Contraband gengu stóráfallalaust fyrir sig en þær fór fram bæði í New Orleans og Panama. Leikstjórinn viðurkennir að það hafi verið nokkuð sérstakt að taka upp á síðarnefnda staðnum og þá sérstaklega í Panama-borg en Panama-skurðurinn kemur töluvert við sögu í Contraband. „Við vorum mikið í þyrlutökum þarna og fengum einnig aðstoð frá Heimavarnaliðinu og bandaríska tollinum."

Baltasar viðurkennir að hann hafi verið nokkuð þreyttur þegar hann kom heim en norðlenska sveitaloftið sé endurnærandi. Leikstjórinn heldur af stað með kvikmyndatökuvélina í dag þegar vetrartökur á kvikmyndinni Djúpinu hefjast en hún verður frumsýnd, ef allt gengur að óskum, á þessu ári.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.