Lífið

Frumflytja tónverk

Bóas Hallgrímsson og félagar í Reykjavík! frumflytja tónverk ásamt Lazyblood á hátíðinni Reykjavík Music Mess.
fréttablaðið/stefán
Bóas Hallgrímsson og félagar í Reykjavík! frumflytja tónverk ásamt Lazyblood á hátíðinni Reykjavík Music Mess. fréttablaðið/stefán
Hljómsveitirnar Reykjavík! og Lazyblood frumflytja tónverkið The Tickling Death Machine á tónlistarhátíðinni Reykjavík Music Mess sem verður haldin á Nasa og í Norræna húsinu um miðjan apríl. Tónverkið, sem að hluta til er dansverk og inniheldur mikið af leikrænum tilþrifum, var samið af meðlimum hljómsveitanna sérstaklega fyrir listahátíðina Kunsten festival des arts í Brussel sem verður haldin í maí.

Reykjavík! hefur verið áberandi í tónlistarlífi landans en Lazyblood er öllu óþekktari. Hún er skipuð listaparinu Ernu Ómarsdóttur danshöfundi og Valdimar Jóhannssyni tónlistarmanni sem er einnig í Reykjavík!. Erna og Valdi hafa unnið mikið saman síðustu árin þar sem Valdi hefur samið og spilað tónlist fyrir dansverk Ernu og þau sýnt víðsvegar um heiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.