Útvarpsmaðurinn og lagahöfundurinn Jón Múli Árnason hefði orðið níræður fimmtudaginn 31. mars næstkomandi. Í tilefni af því verður efnt til tónleika í Salnum í Kópavogi þar sem Ragnar Bjarnason, Ellen Kristjánsdóttir og Sigurður Guðmundsson munu syngja mörg þekktustu lög Jóns Múla við texta Jónasar bróður hans. Að auki má gera ráð fyrir að óvæntir gestir heiðri samkomuna með söng sínum og leik. Hljómsveitina skipa Eyþór Gunnarsson, Óskar Guðjónsson, Scott MacLemore og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.
Syngja lög Jóns Múla
