Lífið

Dylan til Víetnams

Bob Dylan spilar á sínum fyrstu tónleikum í Víetnam í næsta mánuði.
Bob Dylan spilar á sínum fyrstu tónleikum í Víetnam í næsta mánuði.
Bob Dylan ætlar að spila á sínum fyrstu tónleikum í Víetnam í næsta mánuði. Tónlistarmaðurinn ætlar að spila á átta þúsund manna stað hinn 10. apríl og verður þar vafalítið troðfullt af gestum.

Dylan hefur aldrei viljað tala um innblásturinn að lögunum sínum. Kunnugir telja samt næsta víst að lögin Blowin"in the Wind og The Times They Are a-Changin hafi verið samin gegn Víetnamstríðinu. Stutt er síðan tilkynnt var að Dylan myndi koma fram á tónleikum í Kína í fyrsta sinn á væntanlegri tónleikaferð sinni um Asíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.