Rísandi stjarna á Indlandi með íslenskar rætur 29. mars 2011 21:00 Angela hefur vakið mikla athygli á Indlandi eftir að hún vann raunveruleikaþátt þar í landi. Indverjar líta með spenningi til nýjustu stjörnu fyrirsætubransans þar í landi. Angela Jonsson, sem meðal annars bar sigur úr býtum í indverskum raunveruleikaþætti fyrir stuttu, er forsíðustúlka hins indverska Cosmopolitan í þessum mánuði en í viðtali við blaðið segir hún frá því að þrátt fyrir að hafa búið alla tíð á Indlandi sé hún hálfíslensk. „Mamma mín er indversk og pabbi minn er íslenskur en saman eignuðust þau tíu börn og ég ólst því upp í stórum systkinahópi á risastórum búgarði í fjallaþorpinu Kodaikanal á Suður-Indlandi," upplýsir Angela þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til Indlands. Faðir hennar, Vilhjálmur Jónsson, fluttist til Indlands fyrir tæplega þrjátíu árum og kynntist þar móður hennar, Söndru Tamar. Foreldrar hennar hafa vakið mikla athygli þar í landi fyrir störf sín í þágu mannúðarmála en þau hafa einkum unnið með ungu heyrnarlausu fólki auk þess sem þau reka heimaskóla. Anglea sjálf býr um þessar mundir í Mumbai enda í nægu að snúast hjá henni sem fyrirsæta.Hin tvítuga Angela Jonsson í auglýsingu fyrir einn þekktasta baðfataframleiðanda Indlands.„Það er ekki langt síðan ég fór að sitja fyrir, ekki nema hálft ár, en það hefur gengið vonum framar. Vinur minn stakk upp á því að ég færi í áheyrnarpróf fyrir vinsælan raunveruleikaþátt hér í landi þar sem leitað er að stúlku til að sitja fyrir á Fisherking-dagatalinu, sem er mikil viðurkenning," segir Angela. Fisherking er þekktasta baðfatamerki Indlands og margar af þekktustu fyrirsætum Indlands hafa klæðst slíkum baðfötum. „Ég vann síðan keppnina og fluttist fljótlega eftir það til Mumbai, þar sem ég hef sinnt ýmsum verkefnum síðan." Angela er forsíðustúlka Cosmopolitan í Indlandi í þessum mánuði og segir í viðtali við blaðið að útlit hennar veki mikla athygli, enda góð íslensk-indversk blanda.Angela á forsíðu indverska Cosmopolitan.„Það gagnast mér í þessum bransa að vera þessi hristingur af Íslendingi og Indverja og gefur mér þetta framandi útlit sem leitað er að hérlendis," segir Angela. Hún hefur verið orðuð við Bollywood-kvikmyndaiðnaðinn sem afar erfitt er að komast inn í. Angela er mikill dansari, hefur komið fram sjálf og hefur sinnt danskennslu. Hún vill þó ekki gefa mikið upp enn þá, allt sé í vinnslu og vonandi gangi það upp. „Nei, ég tala hvorki íslensku né skil en hef komið til Íslands að heimsækja ættingja og elska landið, það er svo fallegt. Ég veit samt ekki hvort ég gæti þolað kuldann til lengri tíma." Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Indverjar líta með spenningi til nýjustu stjörnu fyrirsætubransans þar í landi. Angela Jonsson, sem meðal annars bar sigur úr býtum í indverskum raunveruleikaþætti fyrir stuttu, er forsíðustúlka hins indverska Cosmopolitan í þessum mánuði en í viðtali við blaðið segir hún frá því að þrátt fyrir að hafa búið alla tíð á Indlandi sé hún hálfíslensk. „Mamma mín er indversk og pabbi minn er íslenskur en saman eignuðust þau tíu börn og ég ólst því upp í stórum systkinahópi á risastórum búgarði í fjallaþorpinu Kodaikanal á Suður-Indlandi," upplýsir Angela þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til Indlands. Faðir hennar, Vilhjálmur Jónsson, fluttist til Indlands fyrir tæplega þrjátíu árum og kynntist þar móður hennar, Söndru Tamar. Foreldrar hennar hafa vakið mikla athygli þar í landi fyrir störf sín í þágu mannúðarmála en þau hafa einkum unnið með ungu heyrnarlausu fólki auk þess sem þau reka heimaskóla. Anglea sjálf býr um þessar mundir í Mumbai enda í nægu að snúast hjá henni sem fyrirsæta.Hin tvítuga Angela Jonsson í auglýsingu fyrir einn þekktasta baðfataframleiðanda Indlands.„Það er ekki langt síðan ég fór að sitja fyrir, ekki nema hálft ár, en það hefur gengið vonum framar. Vinur minn stakk upp á því að ég færi í áheyrnarpróf fyrir vinsælan raunveruleikaþátt hér í landi þar sem leitað er að stúlku til að sitja fyrir á Fisherking-dagatalinu, sem er mikil viðurkenning," segir Angela. Fisherking er þekktasta baðfatamerki Indlands og margar af þekktustu fyrirsætum Indlands hafa klæðst slíkum baðfötum. „Ég vann síðan keppnina og fluttist fljótlega eftir það til Mumbai, þar sem ég hef sinnt ýmsum verkefnum síðan." Angela er forsíðustúlka Cosmopolitan í Indlandi í þessum mánuði og segir í viðtali við blaðið að útlit hennar veki mikla athygli, enda góð íslensk-indversk blanda.Angela á forsíðu indverska Cosmopolitan.„Það gagnast mér í þessum bransa að vera þessi hristingur af Íslendingi og Indverja og gefur mér þetta framandi útlit sem leitað er að hérlendis," segir Angela. Hún hefur verið orðuð við Bollywood-kvikmyndaiðnaðinn sem afar erfitt er að komast inn í. Angela er mikill dansari, hefur komið fram sjálf og hefur sinnt danskennslu. Hún vill þó ekki gefa mikið upp enn þá, allt sé í vinnslu og vonandi gangi það upp. „Nei, ég tala hvorki íslensku né skil en hef komið til Íslands að heimsækja ættingja og elska landið, það er svo fallegt. Ég veit samt ekki hvort ég gæti þolað kuldann til lengri tíma."
Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira