Dauðarokkhljómsveit með jöfnum kynjahlutföllum 16. mars 2011 11:00 Haraldur, Gyða, Edda og Hafþór eru dauðarokkhljómsveitin Angist. Fréttablaðið/Stefán „Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en allir eru að gera á Íslandi," segir Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, gítarleikari dauðarokkhljómsveitarinnar Angistar. Angist lenti í öðru sæti í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle á dögunum. Tvær stúlkur eru í hljómsveitinni, en karlmenn hafa hingað til einokað þessa tónlistarstefnu. „Við Edda [söngkona og gítarleikari Angistar] þekktumst og vorum búnar að tala lengi um að það væri gaman að stofna dauðarokkhljómsveit með stelpum," segir Gyða spurð um upphaf hljómsveitarinnar. „Við byrjuðum að spila og athuga hvernig samstarfið gengi og það gekk mjög vel. Fyrsta æfingin var í saumaherberginu hjá mömmu." Hvað fannst mömmu þinni um að heyra dauðarokk óma í saumaherberginu? „Henni fannst það sniðugt. Lögin Our Ruin og Rotten Mind eru samin í saumaherbergi mömmu." Angist er eflaust ein af fáum dauðarokkhljómsveitum heims með jöfnum kynjahlutföllum og meðlimirnir koma einnig víða að; frá Vestmannaeyjum, Selfossi og úr Hafnarfirði. Gyða viðurkennir að hljómsveitin hafi vakið sérstaka athygli vegna kyns hennar og Eddu söngkonu. „Auðvitað vekur það athygli," segir hún. „En við viljum láta taka okkur alvarlega sem tónlistarmenn. Það ætti ekki að skipta máli hvort við erum stelpur eða strákar, en auðvitað vitum við að þetta vekur athygli. Svo trúum við að tónlistin standi fyrir sínu. Fleiri tala um að tónlistin sé góð en að við séum stelpur." Gyða segir viðbrögðin við hljómsveitinni hafa verið frábær. „Við vorum mjög hrædd við að setja þessi lög á netið og bjuggumst við að fólk myndi velta fyrir sér hvað þessar stelpur væru að reyna," segir hún. „Auðvitað er ekki algengt að tvær stelpur séu að spila svona tónlist. Við viljum ekki að tónlistin sé bara góð miðað við að stelpur séu að spila. Við vinnum mikið í tónlistinni þangað til við erum 100 prósent sátt við lögin." Angist vinnur nú að stuttskífu og kemur fram ásamt þýsku hljómsveitinni Heaven Shall Burn á Café Amsterdam á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is Hægt er að horfa á upptöku af tónleikum Angistar á Wacken-keppninni hér á Vimeo. Lífið Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
„Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en allir eru að gera á Íslandi," segir Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, gítarleikari dauðarokkhljómsveitarinnar Angistar. Angist lenti í öðru sæti í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle á dögunum. Tvær stúlkur eru í hljómsveitinni, en karlmenn hafa hingað til einokað þessa tónlistarstefnu. „Við Edda [söngkona og gítarleikari Angistar] þekktumst og vorum búnar að tala lengi um að það væri gaman að stofna dauðarokkhljómsveit með stelpum," segir Gyða spurð um upphaf hljómsveitarinnar. „Við byrjuðum að spila og athuga hvernig samstarfið gengi og það gekk mjög vel. Fyrsta æfingin var í saumaherberginu hjá mömmu." Hvað fannst mömmu þinni um að heyra dauðarokk óma í saumaherberginu? „Henni fannst það sniðugt. Lögin Our Ruin og Rotten Mind eru samin í saumaherbergi mömmu." Angist er eflaust ein af fáum dauðarokkhljómsveitum heims með jöfnum kynjahlutföllum og meðlimirnir koma einnig víða að; frá Vestmannaeyjum, Selfossi og úr Hafnarfirði. Gyða viðurkennir að hljómsveitin hafi vakið sérstaka athygli vegna kyns hennar og Eddu söngkonu. „Auðvitað vekur það athygli," segir hún. „En við viljum láta taka okkur alvarlega sem tónlistarmenn. Það ætti ekki að skipta máli hvort við erum stelpur eða strákar, en auðvitað vitum við að þetta vekur athygli. Svo trúum við að tónlistin standi fyrir sínu. Fleiri tala um að tónlistin sé góð en að við séum stelpur." Gyða segir viðbrögðin við hljómsveitinni hafa verið frábær. „Við vorum mjög hrædd við að setja þessi lög á netið og bjuggumst við að fólk myndi velta fyrir sér hvað þessar stelpur væru að reyna," segir hún. „Auðvitað er ekki algengt að tvær stelpur séu að spila svona tónlist. Við viljum ekki að tónlistin sé bara góð miðað við að stelpur séu að spila. Við vinnum mikið í tónlistinni þangað til við erum 100 prósent sátt við lögin." Angist vinnur nú að stuttskífu og kemur fram ásamt þýsku hljómsveitinni Heaven Shall Burn á Café Amsterdam á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is Hægt er að horfa á upptöku af tónleikum Angistar á Wacken-keppninni hér á Vimeo.
Lífið Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“