Lífið

Fjórða plata Arctic í júní

Fjórða plata bresku strákanna í Arctic Monkeys nefnist Suck It and See. Hún er væntanleg í byrjun júní í gegnum útgáfufyrirtækið Domino. Upptökustjóri var James Ford sem er hluti af upptökuteyminu Simian Mobile Disco.

Á meðal laga á nýju plötunni verða Brick By Brick, Library Pictures og All My Own Stunts. Síðasta plata Arctic Monkeys hét Humbug þar sem upptökustjóri var Josh Homme úr rokksveitinni Queens of the Stone Age.

Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Brick By Brick.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.