Rokkararnir í Cliff Clavin koma sér á kortið í Bretlandi 8. mars 2011 04:00 Rokkararnir í Cliff Clavin eru nýkomnir til landsins eftir myndatöku hjá Kerrang! í Bretlandi.fréttablaðið/valli Strákarnir í rokkhljómsveitinni Cliff Clavin eru nýkomnir heim eftir myndatöku hjá breska tímaritinu Kerrang! Mikill heiður, að mati söngvarans Bjarna Þórs Jenssonar. Rokkhljómsveitinn Cliff Clavin er nýkomin heim frá Bretlandi þar sem hún sat fyrir í myndatöku hjá þungarokkstímaritinu vinsæla Kerrang! Þetta er í fyrsta sinn sem sveitin situr fyrir hjá erlendu tímariti. „Þetta blað er með meira af þyngri hljómsveitum en það er mikill heiður að fá að vera þarna. Ef þetta verður á sýnilegum stað og á heilli blaðsíðu þá verður það rosalega skemmtilegt,“ segir söngvarinn Bjarni Þór Jensson. „Það er mjög gott að fá svona umfjöllun og þarna erum við að brjóta ísinn. Við fórum í gott myndatökuprógramm og þetta kemur vonandi vel út.“ Cliff Clavin gaf út sína fyrstu plötu fyrir síðustu jól sem nefnist The Thief’s Manual og fékk hún fínar viðtökur hjá íslenskum rokkáhugamönnum. Hljómsveitin spilaði á Kerrang!-kvöldi á Iceland Airwaves hátíðinni síðasta haust og fékk fjórar stjörnur í breska tímaritinu fyrir frammistöðu sína. Sú umfjöllun lagði grunninn að myndatökunni sem fór fram í síðustu viku. Bjarni og félagar nýttu tækifærið á milli ljósmyndatakanna og spiluðu á tvennum tónleikum, þeim fyrstu síðan þeir spiluðu í úrslitum alþjóðlegu hljómsveitakeppninnar Global Battle of the Bands. Annar staðurinn er hefðbundinn tónleikastaður sem heitir Wheelbarrow og er í Camden-hverfinu. Hinn staðurinn var í Mayfair, sem er eitt ríkasta hverfi London. „Það var mjög einkennilegt gigg. Þarna voru einhverjar „showgirls“ gellur að dansa. Þetta var mjög skrítið allt saman en svona verða sögurnar til,“ segir Bjarni Þór hress. Hann vonast til að áframhald verði á ferðalögum Cliff Clavin til Bretlands. „Vonandi förum við út fljótt aftur og reynum að byggja góðan grunn. Það er ekkert sem er að stoppa okkur í því nema hvað þetta er dýrt.“freyr@frettabladid.is Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Strákarnir í rokkhljómsveitinni Cliff Clavin eru nýkomnir heim eftir myndatöku hjá breska tímaritinu Kerrang! Mikill heiður, að mati söngvarans Bjarna Þórs Jenssonar. Rokkhljómsveitinn Cliff Clavin er nýkomin heim frá Bretlandi þar sem hún sat fyrir í myndatöku hjá þungarokkstímaritinu vinsæla Kerrang! Þetta er í fyrsta sinn sem sveitin situr fyrir hjá erlendu tímariti. „Þetta blað er með meira af þyngri hljómsveitum en það er mikill heiður að fá að vera þarna. Ef þetta verður á sýnilegum stað og á heilli blaðsíðu þá verður það rosalega skemmtilegt,“ segir söngvarinn Bjarni Þór Jensson. „Það er mjög gott að fá svona umfjöllun og þarna erum við að brjóta ísinn. Við fórum í gott myndatökuprógramm og þetta kemur vonandi vel út.“ Cliff Clavin gaf út sína fyrstu plötu fyrir síðustu jól sem nefnist The Thief’s Manual og fékk hún fínar viðtökur hjá íslenskum rokkáhugamönnum. Hljómsveitin spilaði á Kerrang!-kvöldi á Iceland Airwaves hátíðinni síðasta haust og fékk fjórar stjörnur í breska tímaritinu fyrir frammistöðu sína. Sú umfjöllun lagði grunninn að myndatökunni sem fór fram í síðustu viku. Bjarni og félagar nýttu tækifærið á milli ljósmyndatakanna og spiluðu á tvennum tónleikum, þeim fyrstu síðan þeir spiluðu í úrslitum alþjóðlegu hljómsveitakeppninnar Global Battle of the Bands. Annar staðurinn er hefðbundinn tónleikastaður sem heitir Wheelbarrow og er í Camden-hverfinu. Hinn staðurinn var í Mayfair, sem er eitt ríkasta hverfi London. „Það var mjög einkennilegt gigg. Þarna voru einhverjar „showgirls“ gellur að dansa. Þetta var mjög skrítið allt saman en svona verða sögurnar til,“ segir Bjarni Þór hress. Hann vonast til að áframhald verði á ferðalögum Cliff Clavin til Bretlands. „Vonandi förum við út fljótt aftur og reynum að byggja góðan grunn. Það er ekkert sem er að stoppa okkur í því nema hvað þetta er dýrt.“freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“