Markmiðið miðstöðvarinnar að útrýma ofbeldi 23. febrúar 2011 02:45 forsvarsmenn miðstöðvarinnar Sigrún Sigurðardóttir forstöðumaður, Ágúst Þór Árnason lögfræðingur og dr. Sigríður Halldórsdóttir prófessor við stofnun samtakanna.mynd/háskólinn á akureyri Rannsóknarmiðstöð um ofbeldi var opnuð í Háskólanum á Akureyri á mánudag. Markmiðið með miðstöðinni er að útrýma ofbeldi. Rannsóknarmiðstöðin verður í samvinnu við samsvarandi stofnanir og félög, bæði hér á landi og erlendis, þar með talið UNICEF. Staðið verður fyrir málþingum og ráðstefnum til að breiða út þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess. Einnig verður meðferð í boði fyrir þolendur ofbeldis. Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, er stofnandi miðstöðvarinnar. Hún segist hafa fengið hugmyndina í janúar þegar hún var búin að liggja yfir rannsóknarniðurstöðum um þolendur ofbeldis og sjá svart á hvítu hversu alvarlegar afleiðingar það hefur. Sigríður segir það gerlegt að ná markmiði samtakanna, að útrýma ofbeldi alveg, en langt sé í land. „Maður á að láta sig dreyma stórt. Og við látum okkur dreyma um ofbeldislaust Ísland sem allra fyrst,“ segir Sigríður. „Við höfum öll óbeit á ofbeldi og okkur finnst það öllum ógeðslegt. En þetta er sums staðar mjög falið og ég legg ríka áherslu á að ég lít svo á að allt ofbeldi sé mannréttindabrot.“ Miðstöðin hefur keypt lénið www.ofbeldi.is og þar verða hinar ýmsu upplýsingar aðgengilegar er varða ofbeldi og afleiðingar þess. „Við viljum að allir þeir sem eru að fræðast um ofbeldi og afleiðingar þess geti nálgast upplýsingar um það á einum stað,“ segir Sigríður. Allir starfsmenn miðstöðvarinnar eru sjálfboðaliðar, en meðlimir í stjórninni eru fjórtán talsins, frá hinum ýmsu starfssviðum samfélagsins.- sv Fréttir Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Sjá meira
Rannsóknarmiðstöð um ofbeldi var opnuð í Háskólanum á Akureyri á mánudag. Markmiðið með miðstöðinni er að útrýma ofbeldi. Rannsóknarmiðstöðin verður í samvinnu við samsvarandi stofnanir og félög, bæði hér á landi og erlendis, þar með talið UNICEF. Staðið verður fyrir málþingum og ráðstefnum til að breiða út þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess. Einnig verður meðferð í boði fyrir þolendur ofbeldis. Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, er stofnandi miðstöðvarinnar. Hún segist hafa fengið hugmyndina í janúar þegar hún var búin að liggja yfir rannsóknarniðurstöðum um þolendur ofbeldis og sjá svart á hvítu hversu alvarlegar afleiðingar það hefur. Sigríður segir það gerlegt að ná markmiði samtakanna, að útrýma ofbeldi alveg, en langt sé í land. „Maður á að láta sig dreyma stórt. Og við látum okkur dreyma um ofbeldislaust Ísland sem allra fyrst,“ segir Sigríður. „Við höfum öll óbeit á ofbeldi og okkur finnst það öllum ógeðslegt. En þetta er sums staðar mjög falið og ég legg ríka áherslu á að ég lít svo á að allt ofbeldi sé mannréttindabrot.“ Miðstöðin hefur keypt lénið www.ofbeldi.is og þar verða hinar ýmsu upplýsingar aðgengilegar er varða ofbeldi og afleiðingar þess. „Við viljum að allir þeir sem eru að fræðast um ofbeldi og afleiðingar þess geti nálgast upplýsingar um það á einum stað,“ segir Sigríður. Allir starfsmenn miðstöðvarinnar eru sjálfboðaliðar, en meðlimir í stjórninni eru fjórtán talsins, frá hinum ýmsu starfssviðum samfélagsins.- sv
Fréttir Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Sjá meira