Markmiðið miðstöðvarinnar að útrýma ofbeldi 23. febrúar 2011 02:45 forsvarsmenn miðstöðvarinnar Sigrún Sigurðardóttir forstöðumaður, Ágúst Þór Árnason lögfræðingur og dr. Sigríður Halldórsdóttir prófessor við stofnun samtakanna.mynd/háskólinn á akureyri Rannsóknarmiðstöð um ofbeldi var opnuð í Háskólanum á Akureyri á mánudag. Markmiðið með miðstöðinni er að útrýma ofbeldi. Rannsóknarmiðstöðin verður í samvinnu við samsvarandi stofnanir og félög, bæði hér á landi og erlendis, þar með talið UNICEF. Staðið verður fyrir málþingum og ráðstefnum til að breiða út þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess. Einnig verður meðferð í boði fyrir þolendur ofbeldis. Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, er stofnandi miðstöðvarinnar. Hún segist hafa fengið hugmyndina í janúar þegar hún var búin að liggja yfir rannsóknarniðurstöðum um þolendur ofbeldis og sjá svart á hvítu hversu alvarlegar afleiðingar það hefur. Sigríður segir það gerlegt að ná markmiði samtakanna, að útrýma ofbeldi alveg, en langt sé í land. „Maður á að láta sig dreyma stórt. Og við látum okkur dreyma um ofbeldislaust Ísland sem allra fyrst,“ segir Sigríður. „Við höfum öll óbeit á ofbeldi og okkur finnst það öllum ógeðslegt. En þetta er sums staðar mjög falið og ég legg ríka áherslu á að ég lít svo á að allt ofbeldi sé mannréttindabrot.“ Miðstöðin hefur keypt lénið www.ofbeldi.is og þar verða hinar ýmsu upplýsingar aðgengilegar er varða ofbeldi og afleiðingar þess. „Við viljum að allir þeir sem eru að fræðast um ofbeldi og afleiðingar þess geti nálgast upplýsingar um það á einum stað,“ segir Sigríður. Allir starfsmenn miðstöðvarinnar eru sjálfboðaliðar, en meðlimir í stjórninni eru fjórtán talsins, frá hinum ýmsu starfssviðum samfélagsins.- sv Fréttir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Rannsóknarmiðstöð um ofbeldi var opnuð í Háskólanum á Akureyri á mánudag. Markmiðið með miðstöðinni er að útrýma ofbeldi. Rannsóknarmiðstöðin verður í samvinnu við samsvarandi stofnanir og félög, bæði hér á landi og erlendis, þar með talið UNICEF. Staðið verður fyrir málþingum og ráðstefnum til að breiða út þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess. Einnig verður meðferð í boði fyrir þolendur ofbeldis. Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, er stofnandi miðstöðvarinnar. Hún segist hafa fengið hugmyndina í janúar þegar hún var búin að liggja yfir rannsóknarniðurstöðum um þolendur ofbeldis og sjá svart á hvítu hversu alvarlegar afleiðingar það hefur. Sigríður segir það gerlegt að ná markmiði samtakanna, að útrýma ofbeldi alveg, en langt sé í land. „Maður á að láta sig dreyma stórt. Og við látum okkur dreyma um ofbeldislaust Ísland sem allra fyrst,“ segir Sigríður. „Við höfum öll óbeit á ofbeldi og okkur finnst það öllum ógeðslegt. En þetta er sums staðar mjög falið og ég legg ríka áherslu á að ég lít svo á að allt ofbeldi sé mannréttindabrot.“ Miðstöðin hefur keypt lénið www.ofbeldi.is og þar verða hinar ýmsu upplýsingar aðgengilegar er varða ofbeldi og afleiðingar þess. „Við viljum að allir þeir sem eru að fræðast um ofbeldi og afleiðingar þess geti nálgast upplýsingar um það á einum stað,“ segir Sigríður. Allir starfsmenn miðstöðvarinnar eru sjálfboðaliðar, en meðlimir í stjórninni eru fjórtán talsins, frá hinum ýmsu starfssviðum samfélagsins.- sv
Fréttir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira