Markmiðið miðstöðvarinnar að útrýma ofbeldi 23. febrúar 2011 02:45 forsvarsmenn miðstöðvarinnar Sigrún Sigurðardóttir forstöðumaður, Ágúst Þór Árnason lögfræðingur og dr. Sigríður Halldórsdóttir prófessor við stofnun samtakanna.mynd/háskólinn á akureyri Rannsóknarmiðstöð um ofbeldi var opnuð í Háskólanum á Akureyri á mánudag. Markmiðið með miðstöðinni er að útrýma ofbeldi. Rannsóknarmiðstöðin verður í samvinnu við samsvarandi stofnanir og félög, bæði hér á landi og erlendis, þar með talið UNICEF. Staðið verður fyrir málþingum og ráðstefnum til að breiða út þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess. Einnig verður meðferð í boði fyrir þolendur ofbeldis. Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, er stofnandi miðstöðvarinnar. Hún segist hafa fengið hugmyndina í janúar þegar hún var búin að liggja yfir rannsóknarniðurstöðum um þolendur ofbeldis og sjá svart á hvítu hversu alvarlegar afleiðingar það hefur. Sigríður segir það gerlegt að ná markmiði samtakanna, að útrýma ofbeldi alveg, en langt sé í land. „Maður á að láta sig dreyma stórt. Og við látum okkur dreyma um ofbeldislaust Ísland sem allra fyrst,“ segir Sigríður. „Við höfum öll óbeit á ofbeldi og okkur finnst það öllum ógeðslegt. En þetta er sums staðar mjög falið og ég legg ríka áherslu á að ég lít svo á að allt ofbeldi sé mannréttindabrot.“ Miðstöðin hefur keypt lénið www.ofbeldi.is og þar verða hinar ýmsu upplýsingar aðgengilegar er varða ofbeldi og afleiðingar þess. „Við viljum að allir þeir sem eru að fræðast um ofbeldi og afleiðingar þess geti nálgast upplýsingar um það á einum stað,“ segir Sigríður. Allir starfsmenn miðstöðvarinnar eru sjálfboðaliðar, en meðlimir í stjórninni eru fjórtán talsins, frá hinum ýmsu starfssviðum samfélagsins.- sv Fréttir Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Sjá meira
Rannsóknarmiðstöð um ofbeldi var opnuð í Háskólanum á Akureyri á mánudag. Markmiðið með miðstöðinni er að útrýma ofbeldi. Rannsóknarmiðstöðin verður í samvinnu við samsvarandi stofnanir og félög, bæði hér á landi og erlendis, þar með talið UNICEF. Staðið verður fyrir málþingum og ráðstefnum til að breiða út þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess. Einnig verður meðferð í boði fyrir þolendur ofbeldis. Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, er stofnandi miðstöðvarinnar. Hún segist hafa fengið hugmyndina í janúar þegar hún var búin að liggja yfir rannsóknarniðurstöðum um þolendur ofbeldis og sjá svart á hvítu hversu alvarlegar afleiðingar það hefur. Sigríður segir það gerlegt að ná markmiði samtakanna, að útrýma ofbeldi alveg, en langt sé í land. „Maður á að láta sig dreyma stórt. Og við látum okkur dreyma um ofbeldislaust Ísland sem allra fyrst,“ segir Sigríður. „Við höfum öll óbeit á ofbeldi og okkur finnst það öllum ógeðslegt. En þetta er sums staðar mjög falið og ég legg ríka áherslu á að ég lít svo á að allt ofbeldi sé mannréttindabrot.“ Miðstöðin hefur keypt lénið www.ofbeldi.is og þar verða hinar ýmsu upplýsingar aðgengilegar er varða ofbeldi og afleiðingar þess. „Við viljum að allir þeir sem eru að fræðast um ofbeldi og afleiðingar þess geti nálgast upplýsingar um það á einum stað,“ segir Sigríður. Allir starfsmenn miðstöðvarinnar eru sjálfboðaliðar, en meðlimir í stjórninni eru fjórtán talsins, frá hinum ýmsu starfssviðum samfélagsins.- sv
Fréttir Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Sjá meira