Lífið

Brown missir talsmann sinn

Fjölmiðlafulltrúi Chris Brown hefur sagt upp störfum eftir að rapparinn missti stjórn á skapi sínu.
Fjölmiðlafulltrúi Chris Brown hefur sagt upp störfum eftir að rapparinn missti stjórn á skapi sínu.
Chris Brown er í vondum málum eftir að hafa misst stjórn á sér eftir viðtal við morgunsjónvarpið Good Morning America. Fjölmiðlafulltrúi hans hefur ákveðið að segja skilið við hann eftir nokkurra ára samstarf, samkvæmt slúðurdálki New York Daily Post. Brown hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framkomu sína í viðtalinu en þáttastjórnendur spurðu hann út í árás hans á þáverandi unnustu sína, Rihönnu, árið 2009.

Brown hefur beðist afsökunar á viðtalinu og framkomu sinni. „Ég þurfti bara að losa mig við þá reiði sem bjó innra með mér. Mér finnst ég hafa unnið svo mikið í minni tónlist og mér leið eins og einhver væri að reyna að hrifsa hana frá mér,“ sagði Brown í yfirlýsingu sinni. „Ég biðst því afsökunar á framkomu minni.“

Rapparinn hefur verið hálf utangátta eftir árásina á Rihönnu á meðan ferill söngkonunnar hefur blómstrað sem aldrei fyrr. Spekingar vestanhafs spá því þó að væntanleg plata hans, F.A.M.E., eigi eftir að fara á toppinn í Ameríku þegar hún kemur þar út í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.