Lífið

Frítt blað frá Radiohead

Thom Yorke og félagar í Radiohead ætla að gefa út ókeypis blað.
Thom Yorke og félagar í Radiohead ætla að gefa út ókeypis blað.
Enska hljómsveitin Radiohead ætlar að gefa út ókeypis blað, The Universal Sigh, um allan heim síðar í þessum mánuði. Tilefnið er útgáfa plötunnar The King of Limbs á geisladiski og á vínyl 28. mars. Á vefsíðunni Theuniversalsigh.com er listi yfir löndin þar sem blaðið kemur út og er Ísland þar á meðal. 9. maí kemur síðan út sérstök útgáfa af nýju plötunni í blaðaformi. Blaðið sem kemur út 28. mars fylgir ekki með þeirri útgáfu. The King of Limbs, sem er áttunda hljóðversplata Radiohead, kom út stafrænt í febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.