Sala á vínylplötum ferðast tuttugu ár aftur í tímann 11. janúar 2011 09:15 Óðinn í Hljómsýn segir búðina fyllast þegar ný sending kemur af vínylplötum.fréttablaðið/gva „Ég finn að þetta á eftir að aukast meira, það er komin alveg ný kynslóð sem kaupir vínyl. Það er fyrst og fremst það sem er að auka söluna," segir Kristján Kristjánsson, verslunarstjóri Smekkleysu á Laugavegi. Sala á vínylplötum jókst um 14 prósent á heimsvísu á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum markaðsfyrirtækisins Nielsen SoundScan. 2,8 milljónir platna seldust, sem er það mesta frá árinu 1991. Þessi þróun helst í hendur við það sem er að gerast á Íslandi. Plötusalar eru sammála um að síðasta ár hafi verið það besta í vínylplötusölu frá því að geisladiskurinn gekk nánast af miðlinum dauðum snemma á tíunda áratugnum. Þetta er að gerast á sama tíma og sala á erlendri tónlist á geisladiskum hefur minnkað mikið. „Fólk er að sækja í nýjan vínyl. Úgáfan er orðin miklu vandaðari og það er meira lagt í vínylinn en áður," segir Kristján, sem er aldrei kallaður neitt annað en Kiddi. Hann segir niðurhalsvæðinguna vera að ganga aðeins til baka og það hafi orðið til þess að fólk sæki meira í vínylinn. „Salan hefur aukist jafnt og þétt. Þetta er mjög skemmtileg þróun og ég held að þetta eigi eftir að lyftast ennþá meira - þó að vínyllinn verði aldrei risastórt hlutfall af sölunni." Óðinn Valdimarsson, verslunarstjóri í Hljómsýn, segir árlega aukningu á vínylplötusölu í versluninni síðustu þrjú ár hafa verið 20 prósent. „Þegar við fáum nýjar sendingar fyllist búðin," segir hann og bætir við að allir aldurshópar, frá 14 upp í sjötugt, kaupi vínylinn. „Salan er alltaf að aukast." Spurður um sölu á plötuspilurum segir hann þá njóta vaxandi vinsælda samhliða plötunum. „Við erum að selja fjóra plötuspilara á móti einum geislaspilara. Salan hefur algjörlega umturnast," segir Óðinn. En er annað metár í vínylplötunum fram undan? „Ég er sannfærður um það. Áhuginn er orðinn það mikill." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
„Ég finn að þetta á eftir að aukast meira, það er komin alveg ný kynslóð sem kaupir vínyl. Það er fyrst og fremst það sem er að auka söluna," segir Kristján Kristjánsson, verslunarstjóri Smekkleysu á Laugavegi. Sala á vínylplötum jókst um 14 prósent á heimsvísu á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum markaðsfyrirtækisins Nielsen SoundScan. 2,8 milljónir platna seldust, sem er það mesta frá árinu 1991. Þessi þróun helst í hendur við það sem er að gerast á Íslandi. Plötusalar eru sammála um að síðasta ár hafi verið það besta í vínylplötusölu frá því að geisladiskurinn gekk nánast af miðlinum dauðum snemma á tíunda áratugnum. Þetta er að gerast á sama tíma og sala á erlendri tónlist á geisladiskum hefur minnkað mikið. „Fólk er að sækja í nýjan vínyl. Úgáfan er orðin miklu vandaðari og það er meira lagt í vínylinn en áður," segir Kristján, sem er aldrei kallaður neitt annað en Kiddi. Hann segir niðurhalsvæðinguna vera að ganga aðeins til baka og það hafi orðið til þess að fólk sæki meira í vínylinn. „Salan hefur aukist jafnt og þétt. Þetta er mjög skemmtileg þróun og ég held að þetta eigi eftir að lyftast ennþá meira - þó að vínyllinn verði aldrei risastórt hlutfall af sölunni." Óðinn Valdimarsson, verslunarstjóri í Hljómsýn, segir árlega aukningu á vínylplötusölu í versluninni síðustu þrjú ár hafa verið 20 prósent. „Þegar við fáum nýjar sendingar fyllist búðin," segir hann og bætir við að allir aldurshópar, frá 14 upp í sjötugt, kaupi vínylinn. „Salan er alltaf að aukast." Spurður um sölu á plötuspilurum segir hann þá njóta vaxandi vinsælda samhliða plötunum. „Við erum að selja fjóra plötuspilara á móti einum geislaspilara. Salan hefur algjörlega umturnast," segir Óðinn. En er annað metár í vínylplötunum fram undan? „Ég er sannfærður um það. Áhuginn er orðinn það mikill." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira