Sala á vínylplötum ferðast tuttugu ár aftur í tímann 11. janúar 2011 09:15 Óðinn í Hljómsýn segir búðina fyllast þegar ný sending kemur af vínylplötum.fréttablaðið/gva „Ég finn að þetta á eftir að aukast meira, það er komin alveg ný kynslóð sem kaupir vínyl. Það er fyrst og fremst það sem er að auka söluna," segir Kristján Kristjánsson, verslunarstjóri Smekkleysu á Laugavegi. Sala á vínylplötum jókst um 14 prósent á heimsvísu á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum markaðsfyrirtækisins Nielsen SoundScan. 2,8 milljónir platna seldust, sem er það mesta frá árinu 1991. Þessi þróun helst í hendur við það sem er að gerast á Íslandi. Plötusalar eru sammála um að síðasta ár hafi verið það besta í vínylplötusölu frá því að geisladiskurinn gekk nánast af miðlinum dauðum snemma á tíunda áratugnum. Þetta er að gerast á sama tíma og sala á erlendri tónlist á geisladiskum hefur minnkað mikið. „Fólk er að sækja í nýjan vínyl. Úgáfan er orðin miklu vandaðari og það er meira lagt í vínylinn en áður," segir Kristján, sem er aldrei kallaður neitt annað en Kiddi. Hann segir niðurhalsvæðinguna vera að ganga aðeins til baka og það hafi orðið til þess að fólk sæki meira í vínylinn. „Salan hefur aukist jafnt og þétt. Þetta er mjög skemmtileg þróun og ég held að þetta eigi eftir að lyftast ennþá meira - þó að vínyllinn verði aldrei risastórt hlutfall af sölunni." Óðinn Valdimarsson, verslunarstjóri í Hljómsýn, segir árlega aukningu á vínylplötusölu í versluninni síðustu þrjú ár hafa verið 20 prósent. „Þegar við fáum nýjar sendingar fyllist búðin," segir hann og bætir við að allir aldurshópar, frá 14 upp í sjötugt, kaupi vínylinn. „Salan er alltaf að aukast." Spurður um sölu á plötuspilurum segir hann þá njóta vaxandi vinsælda samhliða plötunum. „Við erum að selja fjóra plötuspilara á móti einum geislaspilara. Salan hefur algjörlega umturnast," segir Óðinn. En er annað metár í vínylplötunum fram undan? „Ég er sannfærður um það. Áhuginn er orðinn það mikill." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Ég finn að þetta á eftir að aukast meira, það er komin alveg ný kynslóð sem kaupir vínyl. Það er fyrst og fremst það sem er að auka söluna," segir Kristján Kristjánsson, verslunarstjóri Smekkleysu á Laugavegi. Sala á vínylplötum jókst um 14 prósent á heimsvísu á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum markaðsfyrirtækisins Nielsen SoundScan. 2,8 milljónir platna seldust, sem er það mesta frá árinu 1991. Þessi þróun helst í hendur við það sem er að gerast á Íslandi. Plötusalar eru sammála um að síðasta ár hafi verið það besta í vínylplötusölu frá því að geisladiskurinn gekk nánast af miðlinum dauðum snemma á tíunda áratugnum. Þetta er að gerast á sama tíma og sala á erlendri tónlist á geisladiskum hefur minnkað mikið. „Fólk er að sækja í nýjan vínyl. Úgáfan er orðin miklu vandaðari og það er meira lagt í vínylinn en áður," segir Kristján, sem er aldrei kallaður neitt annað en Kiddi. Hann segir niðurhalsvæðinguna vera að ganga aðeins til baka og það hafi orðið til þess að fólk sæki meira í vínylinn. „Salan hefur aukist jafnt og þétt. Þetta er mjög skemmtileg þróun og ég held að þetta eigi eftir að lyftast ennþá meira - þó að vínyllinn verði aldrei risastórt hlutfall af sölunni." Óðinn Valdimarsson, verslunarstjóri í Hljómsýn, segir árlega aukningu á vínylplötusölu í versluninni síðustu þrjú ár hafa verið 20 prósent. „Þegar við fáum nýjar sendingar fyllist búðin," segir hann og bætir við að allir aldurshópar, frá 14 upp í sjötugt, kaupi vínylinn. „Salan er alltaf að aukast." Spurður um sölu á plötuspilurum segir hann þá njóta vaxandi vinsælda samhliða plötunum. „Við erum að selja fjóra plötuspilara á móti einum geislaspilara. Salan hefur algjörlega umturnast," segir Óðinn. En er annað metár í vínylplötunum fram undan? „Ég er sannfærður um það. Áhuginn er orðinn það mikill." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira