Sala á vínylplötum ferðast tuttugu ár aftur í tímann 11. janúar 2011 09:15 Óðinn í Hljómsýn segir búðina fyllast þegar ný sending kemur af vínylplötum.fréttablaðið/gva „Ég finn að þetta á eftir að aukast meira, það er komin alveg ný kynslóð sem kaupir vínyl. Það er fyrst og fremst það sem er að auka söluna," segir Kristján Kristjánsson, verslunarstjóri Smekkleysu á Laugavegi. Sala á vínylplötum jókst um 14 prósent á heimsvísu á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum markaðsfyrirtækisins Nielsen SoundScan. 2,8 milljónir platna seldust, sem er það mesta frá árinu 1991. Þessi þróun helst í hendur við það sem er að gerast á Íslandi. Plötusalar eru sammála um að síðasta ár hafi verið það besta í vínylplötusölu frá því að geisladiskurinn gekk nánast af miðlinum dauðum snemma á tíunda áratugnum. Þetta er að gerast á sama tíma og sala á erlendri tónlist á geisladiskum hefur minnkað mikið. „Fólk er að sækja í nýjan vínyl. Úgáfan er orðin miklu vandaðari og það er meira lagt í vínylinn en áður," segir Kristján, sem er aldrei kallaður neitt annað en Kiddi. Hann segir niðurhalsvæðinguna vera að ganga aðeins til baka og það hafi orðið til þess að fólk sæki meira í vínylinn. „Salan hefur aukist jafnt og þétt. Þetta er mjög skemmtileg þróun og ég held að þetta eigi eftir að lyftast ennþá meira - þó að vínyllinn verði aldrei risastórt hlutfall af sölunni." Óðinn Valdimarsson, verslunarstjóri í Hljómsýn, segir árlega aukningu á vínylplötusölu í versluninni síðustu þrjú ár hafa verið 20 prósent. „Þegar við fáum nýjar sendingar fyllist búðin," segir hann og bætir við að allir aldurshópar, frá 14 upp í sjötugt, kaupi vínylinn. „Salan er alltaf að aukast." Spurður um sölu á plötuspilurum segir hann þá njóta vaxandi vinsælda samhliða plötunum. „Við erum að selja fjóra plötuspilara á móti einum geislaspilara. Salan hefur algjörlega umturnast," segir Óðinn. En er annað metár í vínylplötunum fram undan? „Ég er sannfærður um það. Áhuginn er orðinn það mikill." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
„Ég finn að þetta á eftir að aukast meira, það er komin alveg ný kynslóð sem kaupir vínyl. Það er fyrst og fremst það sem er að auka söluna," segir Kristján Kristjánsson, verslunarstjóri Smekkleysu á Laugavegi. Sala á vínylplötum jókst um 14 prósent á heimsvísu á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum markaðsfyrirtækisins Nielsen SoundScan. 2,8 milljónir platna seldust, sem er það mesta frá árinu 1991. Þessi þróun helst í hendur við það sem er að gerast á Íslandi. Plötusalar eru sammála um að síðasta ár hafi verið það besta í vínylplötusölu frá því að geisladiskurinn gekk nánast af miðlinum dauðum snemma á tíunda áratugnum. Þetta er að gerast á sama tíma og sala á erlendri tónlist á geisladiskum hefur minnkað mikið. „Fólk er að sækja í nýjan vínyl. Úgáfan er orðin miklu vandaðari og það er meira lagt í vínylinn en áður," segir Kristján, sem er aldrei kallaður neitt annað en Kiddi. Hann segir niðurhalsvæðinguna vera að ganga aðeins til baka og það hafi orðið til þess að fólk sæki meira í vínylinn. „Salan hefur aukist jafnt og þétt. Þetta er mjög skemmtileg þróun og ég held að þetta eigi eftir að lyftast ennþá meira - þó að vínyllinn verði aldrei risastórt hlutfall af sölunni." Óðinn Valdimarsson, verslunarstjóri í Hljómsýn, segir árlega aukningu á vínylplötusölu í versluninni síðustu þrjú ár hafa verið 20 prósent. „Þegar við fáum nýjar sendingar fyllist búðin," segir hann og bætir við að allir aldurshópar, frá 14 upp í sjötugt, kaupi vínylinn. „Salan er alltaf að aukast." Spurður um sölu á plötuspilurum segir hann þá njóta vaxandi vinsælda samhliða plötunum. „Við erum að selja fjóra plötuspilara á móti einum geislaspilara. Salan hefur algjörlega umturnast," segir Óðinn. En er annað metár í vínylplötunum fram undan? „Ég er sannfærður um það. Áhuginn er orðinn það mikill." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira