Lífið

Mamma Sheens finnur blóraböggul

Mamma Charlie Sheen tekur upp hanskann fyrir son sinn í tölvupóstum sem hefur verið lekið á netið.
Mamma Charlie Sheen tekur upp hanskann fyrir son sinn í tölvupóstum sem hefur verið lekið á netið.
Charlie Sheen á víða hauka í horni ef marka má tölvupóst sem mamma leikarans sendi frá sér. Þar segir hún fyrrverandi eiginkonu Sheen, Brooke Mueller, eiga sök á því hvernig komið er fyrir syni sínum.

Það er vefsíðan TheDaily.com sem birtir tölvupóstana á vefsíðu sinni en þar sakar Janet Templeton Sheen fyrrverandi tengdadóttur sína um að nærast á óhamingju og vandræðum Charlie. Hún sakar einnig Donald Trump, auðkýfinginn góðkunna, um hræsni en Trump heldur því fram að hann hafi varað foreldra Brooke við Charlie. „Þessi stelpa var búin að fara í þrettán meðferðir áður en hún kynntist Charlie. Hún var alveg nógu mikil partístelpa áður en hún kynntist Charlie.“

Janet heldur áfram að taka upp hanskann fyrir son sinn og segir Brooke hafa orðið til þess að hann byrjaði í ólifnaði sínum á ný. „Hann var búinn að vera edrú í nokkurn tíma áður en þau hittust. Hún vill bara að hann sé óhamingjusamur og þrífst á því.“ Brooke og Charlie eiga tvíbura en þau skildu eftir tiltölulega stutt og stormasamt hjónaband 2008. Þá sakaði Brooke Charlie um heimilisofbeldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.