Lífið

Hættir við skólabyggingu

Madonna ætlar ekki að leggja meira fé í góðgerðarstofnunina Raising Malawi því stjórn hennar hefur verið vikið frá vegna fjárhagslegra vandræða.
Nordic Photos/getty
Madonna ætlar ekki að leggja meira fé í góðgerðarstofnunina Raising Malawi því stjórn hennar hefur verið vikið frá vegna fjárhagslegra vandræða. Nordic Photos/getty
Bandaríska tónlistarkonan Madonna hefur hætt við að byggja skóla í hinu fátæka ríki Malaví. Samkvæmt New York Times er ástæðan sú að brotalamir hafa verið á rekstri góðgerðarfélagsins sem Madonna hefur stutt dyggilega.

Madonna hefur sýnt Malaví mikinn áhuga en ættleiddu börnin hennar tvö, David og Mercy, eru bæði þaðan. Söngkonan gaf til að mynda ellefu milljónir dollara til góðgerðarstofnunarinnar Raising Malawi sem átti að hafa yfirumsjón með byggingu skólanna en þeir áttu að hjálpa stúlkum að öðlast menntun. New York Times greinir frá því að stjórn Raising Malawi hafi verið vikið frá og Madonna og umboðsmaður hennar tekið sæti í henni ásamt skilanefnd.

Madonna hyggst þó einbeita sér að því að bæta menntunartækifæri barna í Malaví þrátt fyrir þetta áfall. „Það eru mörg ljón í veginum því sextíu prósent stúlkna komast aldrei í grunnskóla og það er óviðunandi. Við ætlum að leggja okkur öll fram.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.