Það var mikið um dýrðir þegar Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba, fagnaði útgáfu bókarinnar Lýtalaus á dögunum.
Gleðskapurinn fór fram á skemmtistaðnum Esju og las Tobba upp úr kafla í bókinni við mikla hrifningu viðstaddra. Bókin er sjálfstætt framhald af bókinni Makalaus sem kom út í fyrra og voru meðal annars gerðir sjónvarpsþættir upp úr bókinni.
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari myndaði gesti veislunnar. Smellið á myndina hér til hliðar til að fletta myndasafninu.
