Í stóru viðtali við Hello! 26. október 2011 13:00 Hinn hálfíslenski Fredrik Ferrier, sem nýtur frægðarinnar í kjölfarið á velgengni raunveruleikaþáttanna Made in Chelsea, er hér ásamt kærustu sinni, Alessöndru Würfel. Nordicphotos/Getty Heil opna Ferrier og Würfel stilla sér upp fyrir ljósmyndara Hello! í þakíbúð Ferriers á Manhattan. Frægðarsól Fredriks Kristjáns Jónssonar Ferrier heldur áfram að rísa í Bretlandi. Breska tímaritið Hello! fjallar um ferðalag hans og kærustunnar til New York og lúxuslífsstíl raunveruleikaþátta- stjörnunnar. Hin hálfíslenska raunveruleikaþáttastjarna Fredrik Ferrier er í tveggja opna viðtali í nýjasta tölublaði breska tímaritsins Hello! ásamt kærustu sinni Alessöndru Würfel. Í viðtalinu talar Ferrier um ástina, velgengni raunveruleikaþáttarins Made in Chelsea og lúxuslífsstílinn sem hann hefur tileinkað sér. Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem á íslenskan föður, er fyrirsæta og tónlistarmaður, en kærasta hans hefur gert garðinn frægan sem nærfatamódel fyrir Agent Provocateur. Ástæðan fyrir viðtalinu er sú að Ferrier bauð kærustunni óvænt til New York, en fjölskyldan hans á þakíbúð á Manhattan þar sem fyrirsætuparið sat fyrir við myndatöku. Raunveruleikaþættirnir Made in Chelsea hafa slegið í gegn í Bretlandi og er nú verið að sýna aðra þáttaröðina. Sýningar eru hafnar á þáttunum í Ástralíu og hafa Bandaríkjamenn einnig áhuga. Krakkarnir frá Chelsea gætu því verið á barmi heimsfrægðar, samkvæmt Hello!, en í þáttunum er fylgst með vinahópi frá fínu hverfunum í London.Kærustuparið hefur getið sér gott orð í fyrirsætubransanum eins og sjá má.Í viðtalinu greinir Ferrier frá því að honum líki vel við athyglina, enda eru hann og hinir krakkarnir í þáttunum daglegir gestir á síðum slúðurblaðanna og á rauða dreglinum í London. „Ég verð að vera alveg hreinskilinn og viðurkenna að foreldrar mínir halda mér uppi. Þegar ég var í námi gáfu þau mér pening ef ég stóð mig vel, en ég fékk ekkert ef ég stóð mig illa. Þannig lærði ég að kunna að meta peninga en ég veit að ég nýt forréttinda í lífinu." Ferrier syngur og spilar á víólu og píanó, en hann heillaði Würfel upp úr skónum með því að syngja fyrir hana í Harrods-verslunarmiðstöðinni á fyrsta stefnumótinu. alfrun@frettabladid.isFerrier bauð kærustunni til New York, en þau hafa verið saman í 3 mánuði. Fréttir Lífið Tengdar fréttir Fredrik elskar íslenska hönnun Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. 1. júlí 2011 11:00 Einn dagur frumsýndur Rauða dreglinum var rennt út í London þegar nýjasta kvikmynd leikkonunnar Anne Hathaway, One Day, var frumsýnd. Myndin er byggð á skáldsögu Davids Nicholls og fjallar um tvo vini og lífshlaup þeirra á tuttugu ára tímaskeiði. Vinirnir eru leiknir af Hathaway og Jim Sturgess sem skörtuðu sínu fegursta og stilltu sér glöð upp framan við myndavélarnar í London. 26. ágúst 2011 16:15 Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Sjá meira
Heil opna Ferrier og Würfel stilla sér upp fyrir ljósmyndara Hello! í þakíbúð Ferriers á Manhattan. Frægðarsól Fredriks Kristjáns Jónssonar Ferrier heldur áfram að rísa í Bretlandi. Breska tímaritið Hello! fjallar um ferðalag hans og kærustunnar til New York og lúxuslífsstíl raunveruleikaþátta- stjörnunnar. Hin hálfíslenska raunveruleikaþáttastjarna Fredrik Ferrier er í tveggja opna viðtali í nýjasta tölublaði breska tímaritsins Hello! ásamt kærustu sinni Alessöndru Würfel. Í viðtalinu talar Ferrier um ástina, velgengni raunveruleikaþáttarins Made in Chelsea og lúxuslífsstílinn sem hann hefur tileinkað sér. Fredrik Kristján Jónsson Ferrier, sem á íslenskan föður, er fyrirsæta og tónlistarmaður, en kærasta hans hefur gert garðinn frægan sem nærfatamódel fyrir Agent Provocateur. Ástæðan fyrir viðtalinu er sú að Ferrier bauð kærustunni óvænt til New York, en fjölskyldan hans á þakíbúð á Manhattan þar sem fyrirsætuparið sat fyrir við myndatöku. Raunveruleikaþættirnir Made in Chelsea hafa slegið í gegn í Bretlandi og er nú verið að sýna aðra þáttaröðina. Sýningar eru hafnar á þáttunum í Ástralíu og hafa Bandaríkjamenn einnig áhuga. Krakkarnir frá Chelsea gætu því verið á barmi heimsfrægðar, samkvæmt Hello!, en í þáttunum er fylgst með vinahópi frá fínu hverfunum í London.Kærustuparið hefur getið sér gott orð í fyrirsætubransanum eins og sjá má.Í viðtalinu greinir Ferrier frá því að honum líki vel við athyglina, enda eru hann og hinir krakkarnir í þáttunum daglegir gestir á síðum slúðurblaðanna og á rauða dreglinum í London. „Ég verð að vera alveg hreinskilinn og viðurkenna að foreldrar mínir halda mér uppi. Þegar ég var í námi gáfu þau mér pening ef ég stóð mig vel, en ég fékk ekkert ef ég stóð mig illa. Þannig lærði ég að kunna að meta peninga en ég veit að ég nýt forréttinda í lífinu." Ferrier syngur og spilar á víólu og píanó, en hann heillaði Würfel upp úr skónum með því að syngja fyrir hana í Harrods-verslunarmiðstöðinni á fyrsta stefnumótinu. alfrun@frettabladid.isFerrier bauð kærustunni til New York, en þau hafa verið saman í 3 mánuði.
Fréttir Lífið Tengdar fréttir Fredrik elskar íslenska hönnun Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. 1. júlí 2011 11:00 Einn dagur frumsýndur Rauða dreglinum var rennt út í London þegar nýjasta kvikmynd leikkonunnar Anne Hathaway, One Day, var frumsýnd. Myndin er byggð á skáldsögu Davids Nicholls og fjallar um tvo vini og lífshlaup þeirra á tuttugu ára tímaskeiði. Vinirnir eru leiknir af Hathaway og Jim Sturgess sem skörtuðu sínu fegursta og stilltu sér glöð upp framan við myndavélarnar í London. 26. ágúst 2011 16:15 Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Sjá meira
Fredrik elskar íslenska hönnun Fredrik Kristján Jónsson klæðist íslenskri hönnun í bresku raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea. Hann er væntanlegur til Íslands síðar í mánuðinum. 1. júlí 2011 11:00
Einn dagur frumsýndur Rauða dreglinum var rennt út í London þegar nýjasta kvikmynd leikkonunnar Anne Hathaway, One Day, var frumsýnd. Myndin er byggð á skáldsögu Davids Nicholls og fjallar um tvo vini og lífshlaup þeirra á tuttugu ára tímaskeiði. Vinirnir eru leiknir af Hathaway og Jim Sturgess sem skörtuðu sínu fegursta og stilltu sér glöð upp framan við myndavélarnar í London. 26. ágúst 2011 16:15
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“