Lífið

Witherspoon í tískuna

Leikkonan Reese Witherspoon auglýsir nýja haust- og vetrarlínu Lindex.
Leikkonan Reese Witherspoon auglýsir nýja haust- og vetrarlínu Lindex.
Sænska verslanakeðjan Lindex, sem er á leið hingað til landsins í nóvember, var að frumsýna nýtt andlit keðjunnar og það er engin önnur en Hollywood-leikkonan Reese Witherspoon sem gegnir því hlutverki.

Witherspoon hefur fjórum sinnum komist inn á lista yfir fallegustu konur heims hjá People Magazine en hún auglýsir nýja haust- og vetrarlínu fataframleiðandans.

Íslenska útibú Lindex opnar í Smáralind um miðjan nóvember og geta kaupglaðir Íslendingar þá keypt fatnaðinn sem Witherspoon skartar í auglýsingunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.