Fótbolti

Andy Carroll skoraði sitt fyrsta landsliðsmark

Andy Carroll skoraði sitt fyrsta landsliðsmark eftir góðan undirbúning Steward Downing.
Andy Carroll skoraði sitt fyrsta landsliðsmark eftir góðan undirbúning Steward Downing. AFP
Asamoah Gyan framherji Sunderland tryggði Gana 1-1 jafntefli gegn Englendingum í vináttulandsleik á Wembley í London í kvöld. Gyan fór illa með varnarmanninn Joleon Lescott á 90. Mínútu áður en hann skaut boltanum framhjá markverðinum Joe Hart. Andy Carroll skoraði sitt fyrsta landsliðsmark eftir góðan undirbúning Steward Downing.

Fabio Capello þjálfari enska landsliðsins gerði sjö breytingar á liðinu frá því í leiknum gegn Wales í undankeppni EM á laugardaginn þar sem England hafði betur, 2-0.

Gareth Barry var fyrirlið enska landsliðsins og er hann sá fimmti sem fær þann heiður frá því að Capello tók við þjálfun liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×