Nemendasýningar menntaskólanna að taka á sig mynd 10. janúar 2011 18:30 Björg Brjánsdóttir, formaður leikfélags MR-inga, og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, formaður Nemendamótsnefndar Verzlunarskólans. Fréttablaðið/Vilhelm Leiksýningar menntaskólanna hafa notið mikilla vinsælda um langt skeið og er nú farið að skýrast hvaða sýningar verða settar upp í vinsælustu menntaskólunum. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn í Reykjavík setja báðir upp leiksýningar sem byggja á leikverki Shakespeares um Draum á Jónsmessunótt. MR frumsýnir sjálft leikverkið hinn 25. febrúar í húsi Norðurpólsins og verður leikstjórn í höndum Gunnars Helgasonar en Verzlunarskólinn setur upp söngleikinn Drauminn í Loftkastalanum og verður frumsýnt hinn 3. febrúar. Leikstjóri Verzlinga er leikarinn Orri Huginn Ágústsson, danshöfundur er Stella Rósenkranz og tónlistarstjórn er í höndum strákanna í StopWaitGo, en þeir hafa verið að gera það gott í tónlistargeiranum hér á landi. Kvennaskólinn í Reykjavík setur upp Vorið vaknar eftir Frank Wadekind, en það er Kári Viðarsson sem leikstýrir Kvenskælingum og verður verkið sýnt í skólanum sjálfum. Leikfélag Menntaskólans við Sund setur upp söngleikinn Hairspray, en handritið er byggt á kvikmynd John Waters frá 1988. Hairspray verður frumsýnt í Austurbæ 15. febrúar, en leikstjóri er leikarinn góðkunni Pétur Einarsson og danshöfundur er Örn Guðmundsson. Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð vinnur að spunasýningu sem nemendur semja sjálfir, en sýningin hefur ekki enn hlotið nafn. Leikstjóri MH-inga er Bjartmar Þórðarson en verkið verður sýnt í Hamrahlíðinni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vinnur Fjölbrautaskólinn í Garðabæ að söngleiknum Lyngmóar 3, en ekki fengust nánari upplýsingar um verkið. kristjana@frettabladid.is Tengdar fréttir Draumar breytast í martröð hjá Verzló og MR „Við vorum búin að ræða þetta leikrit löngu áður en við vissum af Verzlunarskólanum, en vorum samt ekki búin að taka neina endanlega ákvörðum,“ segir Björg Brjánsdóttir, formaður Herranætur, leiklistarfélags Menntaskólans í Reykjavík, en skólinn frumsýnir leikverk Shakespeares, 5. janúar 2011 11:00 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
Leiksýningar menntaskólanna hafa notið mikilla vinsælda um langt skeið og er nú farið að skýrast hvaða sýningar verða settar upp í vinsælustu menntaskólunum. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn í Reykjavík setja báðir upp leiksýningar sem byggja á leikverki Shakespeares um Draum á Jónsmessunótt. MR frumsýnir sjálft leikverkið hinn 25. febrúar í húsi Norðurpólsins og verður leikstjórn í höndum Gunnars Helgasonar en Verzlunarskólinn setur upp söngleikinn Drauminn í Loftkastalanum og verður frumsýnt hinn 3. febrúar. Leikstjóri Verzlinga er leikarinn Orri Huginn Ágústsson, danshöfundur er Stella Rósenkranz og tónlistarstjórn er í höndum strákanna í StopWaitGo, en þeir hafa verið að gera það gott í tónlistargeiranum hér á landi. Kvennaskólinn í Reykjavík setur upp Vorið vaknar eftir Frank Wadekind, en það er Kári Viðarsson sem leikstýrir Kvenskælingum og verður verkið sýnt í skólanum sjálfum. Leikfélag Menntaskólans við Sund setur upp söngleikinn Hairspray, en handritið er byggt á kvikmynd John Waters frá 1988. Hairspray verður frumsýnt í Austurbæ 15. febrúar, en leikstjóri er leikarinn góðkunni Pétur Einarsson og danshöfundur er Örn Guðmundsson. Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð vinnur að spunasýningu sem nemendur semja sjálfir, en sýningin hefur ekki enn hlotið nafn. Leikstjóri MH-inga er Bjartmar Þórðarson en verkið verður sýnt í Hamrahlíðinni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vinnur Fjölbrautaskólinn í Garðabæ að söngleiknum Lyngmóar 3, en ekki fengust nánari upplýsingar um verkið. kristjana@frettabladid.is
Tengdar fréttir Draumar breytast í martröð hjá Verzló og MR „Við vorum búin að ræða þetta leikrit löngu áður en við vissum af Verzlunarskólanum, en vorum samt ekki búin að taka neina endanlega ákvörðum,“ segir Björg Brjánsdóttir, formaður Herranætur, leiklistarfélags Menntaskólans í Reykjavík, en skólinn frumsýnir leikverk Shakespeares, 5. janúar 2011 11:00 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
Draumar breytast í martröð hjá Verzló og MR „Við vorum búin að ræða þetta leikrit löngu áður en við vissum af Verzlunarskólanum, en vorum samt ekki búin að taka neina endanlega ákvörðum,“ segir Björg Brjánsdóttir, formaður Herranætur, leiklistarfélags Menntaskólans í Reykjavík, en skólinn frumsýnir leikverk Shakespeares, 5. janúar 2011 11:00