Lífið

Samvinnuþýður við ljósmyndara

Samvinnuþýður Matthew McConaughey og sambýliskona hans, Camilla Alva, eru samvinnuþýð þegar smella á af þeim mynd. nordicphotos/getty
Samvinnuþýður Matthew McConaughey og sambýliskona hans, Camilla Alva, eru samvinnuþýð þegar smella á af þeim mynd. nordicphotos/getty
Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey viðurkennir að þótt honum þyki ágangur paparazza-ljósmyndara óþolandi hefur hann sætt sig við að þurfa að umgangast þá.

„Ég var orðinn þreyttur á því að vera alltaf fúll út í þá. Ég hugsaði með mér; „Er ég tilbúinn að flytja eitthvert þar sem þá er ekki að finna? Er ég tilbúinn til að girða heimili mitt alveg af?“ Og svarið var nei. Þannig að ég ákvað að sætta mig við þetta og takast á við það eins vel og ég get,“ sagði leikarinn. Hann reynir þess í stað að taka lífinu með ró og vera samvinnuþýður þegar kemur að myndatökum. „Ef ég er staddur á ströndinni með börnin segi ég við ljósmyndarana: „Smelltu af og leyfðu okkur að vera svo í ró og næði.“

Hingað til hafa þeir virt það. Vissulega finnst mér það þreytandi en mér finnst þetta alls ekki óréttlátt.“ McConaughey er kvæntur brasilísku fyrirsætunni Camillu Alva og saman eiga þau tvö börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.