Lífið

Sólóferill í biðstöðu

Meiri frítími Fergie ætlar að finna tíma fyrir manninn sinn á þessu ári.
Meiri frítími Fergie ætlar að finna tíma fyrir manninn sinn á þessu ári.
Fergie, hin þokkafulla söngkona Black Eyed Peas, hefur ákveðið að leggja sólóferilinn til hliðar um stundarsakir. Hana langar einfaldlega að eyða meiri tíma með manninum sínum, Hollywood-leikaranum Josh Duhamel. Fergie gaf út sína fyrstu sólóskífu 2006 og seldi ríflega sex milljónir eintaka af The Dutchess. „Það eru mörg verkefni á borðinu hjá mér og þetta ár mun snúast alfarið um að reyna að einfalda aðeins hlutina og veita þeim hlutum athygli auk þess sem mig langar til að eyða meiri tíma með manninum mínum,“ segir Fergie í samtali við Access Hollywood.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.