Lífið

Tvöfaldur pakki frá Radiohead

Thom Yorke á Glastonbury Von er á tvöfaldri plötu með endurhljóðblönduðum lögum Radiohead í næsta mánuði.fréttablaðið/AP
Thom Yorke á Glastonbury Von er á tvöfaldri plötu með endurhljóðblönduðum lögum Radiohead í næsta mánuði.fréttablaðið/AP
Tvöfaldur geisladiskur mun vera á leiðinni frá hljómsveitinni Radiohead í næsta mánuði. Á disknum verður að finna nítján endurhljóðblandanir á lögum sveitarinnar af plötunni The King Of Limbs sem kom út fyrr á árinu.

Thom Yorke og félagar í Radiohead hafa ekkert látið uppi um þessa útgáfu. Aðdáendasíðan AtEase greinir frá því að á plötunni verði endurhljóðblandanir eftir listamenn á borð við Caribou, Four Tet og Jamie xx. Útgáfudagurinn er 16. september.

Undanfarnar vikur hefur Radiohead gefið út smáskífur með endurhljóðblöndunum á lögum The King Of Limbs. Þær verða allar á fyrri hluta umræddrar plötu en á þeirri seinni verður óútgefið efni. Í frétt á vef NME kemur fram að platan komi fyrst út í Japan en þremur vikum síðar um allan heim.

Einu tónleikar Radiohead eftir útgáfu The King Of Limbs voru óvæntir tónleikar á Glastonbury-hátíðinni í Englandi. Ekki eru áform uppi um frekara tónleikahald.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.