100% hreinskilinn Ragnar ZSolberg 5. janúar 2011 06:00 Ragnar ZSolberg fer alla leið í hreinskilninni á nýrri sólóplötu. Hann býr nú í Svíþjóð ásamt unnustu sinni og er búinn að setja saman hljómsveit þar í landi. „Ég veit ekki hvort það hafi breyst mikið í gegnum tíðina, en mér finnst textar og tónlist ekki koma eins vel út ef það er ekki 100% hreinskilni á bakvið," segir tónlistarmaðurinn Ragnar ZSolberg. Og hann er ekki að grínast, eitt laganna á nýju plötunni The Hanged Man fjallar til að mynda um það sem gerist inni í svefnherbergi Ragnars og unnustu hans. „Það er ekkert tabú - alls ekki. Ef eitthvað er þá er það bara gott fyrir sambandið," segir hann. The Hanged Man er þriðja sólóplata Ragnars. Hann byrjaði að vinna að plötunni í apríl og samdi fyrstu lögin þegar hann var fastur á Íslandi á meðan aska úr Eyjafjallajökli dreifðist yfir Evrópu. Platan er að mestu tekin upp í Svíþjóð, en þar býr Ragnar ásamt Sóleyju Ástudóttur unnustu sinni. „Svo þurfti ég að koma til Íslands í jarðarför í haust og nýtti tækifærið og trommaði yfir öll lögin," segir Ragnar. „Þá samdi ég líka seinasta lagið á plötunni sem heitir Funerals. Þetta var nefnilega önnur jarðarförin sem ég fór á einum mánuði. Báðar ömmur mínar dóu." Platan er aðeins komin út á netinu á vefsíðu Ragnars og Gogoyoko. Hann hyggst láta prenta eintök og dreifa á Íslandi og í Svíþjóð, þar sem hann ætlar að fylgja plötunni eftir með innfæddum tónlistarmönnum. „Ég er kominn með band þarna úti og er að byrja að æfa með þeim strákum í janúar, febrúar," segir hann og játar að rætur þeirra liggi í þungarokkinu - rétt eins og hans eigin. „Það er svo æðislegt með metalhausana í Svíþjóð, allavega þessa sem ég þekki, að þeir geta líka sest niður og hlustað á Bítlana eða Abba. Þeir eru algjörlega fordómalausir." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Ragnar ZSolberg fer alla leið í hreinskilninni á nýrri sólóplötu. Hann býr nú í Svíþjóð ásamt unnustu sinni og er búinn að setja saman hljómsveit þar í landi. „Ég veit ekki hvort það hafi breyst mikið í gegnum tíðina, en mér finnst textar og tónlist ekki koma eins vel út ef það er ekki 100% hreinskilni á bakvið," segir tónlistarmaðurinn Ragnar ZSolberg. Og hann er ekki að grínast, eitt laganna á nýju plötunni The Hanged Man fjallar til að mynda um það sem gerist inni í svefnherbergi Ragnars og unnustu hans. „Það er ekkert tabú - alls ekki. Ef eitthvað er þá er það bara gott fyrir sambandið," segir hann. The Hanged Man er þriðja sólóplata Ragnars. Hann byrjaði að vinna að plötunni í apríl og samdi fyrstu lögin þegar hann var fastur á Íslandi á meðan aska úr Eyjafjallajökli dreifðist yfir Evrópu. Platan er að mestu tekin upp í Svíþjóð, en þar býr Ragnar ásamt Sóleyju Ástudóttur unnustu sinni. „Svo þurfti ég að koma til Íslands í jarðarför í haust og nýtti tækifærið og trommaði yfir öll lögin," segir Ragnar. „Þá samdi ég líka seinasta lagið á plötunni sem heitir Funerals. Þetta var nefnilega önnur jarðarförin sem ég fór á einum mánuði. Báðar ömmur mínar dóu." Platan er aðeins komin út á netinu á vefsíðu Ragnars og Gogoyoko. Hann hyggst láta prenta eintök og dreifa á Íslandi og í Svíþjóð, þar sem hann ætlar að fylgja plötunni eftir með innfæddum tónlistarmönnum. „Ég er kominn með band þarna úti og er að byrja að æfa með þeim strákum í janúar, febrúar," segir hann og játar að rætur þeirra liggi í þungarokkinu - rétt eins og hans eigin. „Það er svo æðislegt með metalhausana í Svíþjóð, allavega þessa sem ég þekki, að þeir geta líka sest niður og hlustað á Bítlana eða Abba. Þeir eru algjörlega fordómalausir." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning